„Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenska vörnin og stuðningsfólkið í höllinni átti allt ríkan þátt í stórsigri Íslands í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð. Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti