Tvöföldun Reykjanesbrautar bætir umferðaröryggi Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Þetta er brýn framkvæmd sem mun auka umferðaröryggi til muna og fækka slysum á þessum vegkafla. Álagið á Reykjanesbrautinni hefur aukist til muna með stærri byggð suður með sjó samhliða gríðarlegri fjölgun ferðamanna á síðustu árum. Þær jákvæðu fréttir bárust síðan í liðinni viku að Ísland hafi bætt stöðu sína í umferðaröryggi samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins. Þær tölur byggja á fjölda látinna í umferðinni miðað við hverja 100.000 íbúa í ríkjum Evrópu. Við sem þjóð erum þar í þriðja sæti á eftir Noregi og Sviðþjóð með fæst banaslys árið 2022. Hér er auðvitað ýmislegt sem hefur áhrif og má þar nefna að ökutækin eru orðin öruggari, vegir eru orðnir betri auk þess sem fræðsla og forvarnir eru að skila sér í bættri hegðun í umferðinni. Fréttir sem þessar eru auðvitað gleðilegar; þær skipta máli og sýna það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hefur ráðherra samgöngumála verið með sérstaka áherslu á umferðaröryggismál síðustu ár sem nú er að skila sér. Að því sögðu er nauðsynlegt að ítreka það, og taka sérstaklega fram, að hvert banaslys í umferðinni er einu banaslysi of mikið. Við þurfum því stöðugt að halda áfram og reyna með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum að fyrirbyggja slík slys. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Umferðaröryggi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Þetta er brýn framkvæmd sem mun auka umferðaröryggi til muna og fækka slysum á þessum vegkafla. Álagið á Reykjanesbrautinni hefur aukist til muna með stærri byggð suður með sjó samhliða gríðarlegri fjölgun ferðamanna á síðustu árum. Þær jákvæðu fréttir bárust síðan í liðinni viku að Ísland hafi bætt stöðu sína í umferðaröryggi samkvæmt nýjum bráðabirgðatölum Evrópusambandsins. Þær tölur byggja á fjölda látinna í umferðinni miðað við hverja 100.000 íbúa í ríkjum Evrópu. Við sem þjóð erum þar í þriðja sæti á eftir Noregi og Sviðþjóð með fæst banaslys árið 2022. Hér er auðvitað ýmislegt sem hefur áhrif og má þar nefna að ökutækin eru orðin öruggari, vegir eru orðnir betri auk þess sem fræðsla og forvarnir eru að skila sér í bættri hegðun í umferðinni. Fréttir sem þessar eru auðvitað gleðilegar; þær skipta máli og sýna það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Það gerist ekki af sjálfu sér, heldur hefur ráðherra samgöngumála verið með sérstaka áherslu á umferðaröryggismál síðustu ár sem nú er að skila sér. Að því sögðu er nauðsynlegt að ítreka það, og taka sérstaklega fram, að hvert banaslys í umferðinni er einu banaslysi of mikið. Við þurfum því stöðugt að halda áfram og reyna með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum að fyrirbyggja slík slys. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar