Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 22:22 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, krefst svara um hvers vegna forseti Alþingis vill ekki birta greinargerð um Lindarhvol ehf. Vísir/Stöð 2 Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29