Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:30 Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Loðnuveiðar Efnahagsmál Vinstri græn Sjávarútvegur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun