Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 06:49 Þétta þarf kerfið, segir lögregla, og bæta við vélum sem geta fangað bílnúmer. Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira