„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum Sveinn Ægir Birgisson skrifar 14. mars 2023 10:00 Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun