„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 12:01 Harpa Valey Gylfadóttir í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum. „Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira