Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 11:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta máli að sjá afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu með eigin augum og hitta fólk sem upplifði hryllinginn. stjórnarráðið Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55