Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2023 15:58 Umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm. Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. Á vef Stjórnarráðsins segir að fyrir nýliðna helgi hafi verkáætlun um umrædda uppfærslu verið samþykkt á fundi oddvita stjórnarflokkanna þriggja í ríkisstjórn með bæjarstjórum Garðabæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Kópavogs auk borgarstjóra Reykjavíkur og forsvarsmönnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aukinn kostnaður Árið 2019 undirrituðu ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmálan svokallaða. Þegar hann var kynntur til leiks var rætt um að á tímabilinu yrðu 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Auk þess var lagt upp með að ríkið myndi leggja til 45 milljarða og sveitarfélög fimmán milljarða. Gert var ráð fyrir að sérstök fjármögnun stæði straum af 60 milljörðum krónum. Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Miklar verðhækkanir vegna aukinnar verðbólgu og ýmissa annarra vandamála hafa leitt til þess að áætlaður kostnaður við sáttmálann hefur hækkað. Í minnisblaði um uppfærslu sáttmálans er komið inn á þetta. „Verðlag í verklegum framkvæmdum hefur hækkað umfram almenna verðlagsþróun . Vísitala sáttmálans hefur hækkað um 28%, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22%. Skuldbinding sáttmálans hefur af þeim sökum hækkað úr 120 ma.kr. í um 153 ma.kr.,“ segir í minnisblaðinu. Því hefur verið ákveðið að ráðast i gerð viðauka við sáttmálann og mun vinna við það hefjast í þessum mánuði með það að markmiði að hægt sé að skrifa undir viðaukann í sumar. „Betri samgöngum verður falið að uppfæra framkvæmdatöflu sáttmálans, þ.m.t. tíma- og kostnaðaráætlanir. Einnig að meta áhrif stofnvega- og Borgarlínuinnviða m.t.t. markmiða um greiðar samgöngur, fjölbreytta ferðamáta, kolefnishlutlaust samfélag og umferðaröryggi. Á þeim grunni verði sett mælanleg undirmarkmið og árangursvísar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í umræddu minnisblaði kemur fram að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi varðandi sáttmálann, ekki bara kostnaðarhækkanir. „Kostnaður við einstakar framkvæmdir var vanáætlaður, jafnvel umfram upphaflega áætlað óvissustig. Hluti kostnaðaráætlana sem lágu fyrir við gerð Samgöngusáttmálans byggðu á eldri útfærslum, svo sem Arnarnesvegur og mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Kostnaðaráætlun vegna Sæbrautarstokks lá ekki að fullu fyrir á þeim tíma sem Samgöngusáttmálinn var undirritaður. Kostnaðarmat við verkefnið „Sæbraut – Holtavegur Stekkjabakki“ miðaðist við mun minna verkefni. Í kostnaðarmati Borgarlínu var þó gert ráð fyrir brú yfir Sæbraut. Sæbrautarstokkur er mjög mikilvægt verkefni m.a. m.t.t. tilkomu Sundabrautar. Þá er stokkurinn grundvallarforsenda í staðarvali Björgunarmiðstöðvar á Kleppsreit,“ segir í minnisblaðinu. Tímalína við gerð viðaukans Mars: Stýrihópur samþykkir minnisblað og ræði sameiginlegan skilning þess. Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skipaður, Betri samgöngur hefja vinnu við þá verkliði sem að þeim snýr. Viðræðuhópur um rekstur taki aftur upp störf með skilgreindar forsendur. Apríl: Betri samgöngur vinna að nauðsynlegum greiningum. Viðræðuhópur um rekstur skilar af sér endanlegum tillögum að samkomulagi. Maí: Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skilar af sér tillögum að uppfærslu hans. Tillaga að uppfærslu Samgöngusáttmála liggur fyrir, fer til kynningar og afgreiðslu á viðeigandi stöðum. Júní: Uppfærsla á Samgöngusáttmála lögð endanlega fyrir. Lesa má umrætt minnisblað hér. Samgöngur Borgarlína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mosfellsbær Vegagerð Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Á vef Stjórnarráðsins segir að fyrir nýliðna helgi hafi verkáætlun um umrædda uppfærslu verið samþykkt á fundi oddvita stjórnarflokkanna þriggja í ríkisstjórn með bæjarstjórum Garðabæjar, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Kópavogs auk borgarstjóra Reykjavíkur og forsvarsmönnum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Aukinn kostnaður Árið 2019 undirrituðu ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngusáttmálan svokallaða. Þegar hann var kynntur til leiks var rætt um að á tímabilinu yrðu 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Auk þess var lagt upp með að ríkið myndi leggja til 45 milljarða og sveitarfélög fimmán milljarða. Gert var ráð fyrir að sérstök fjármögnun stæði straum af 60 milljörðum krónum. Samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar verið í brennidepli undanfarna mánuði en meðal þeirra sem hafa gagnrýnt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eða Borgarlínu eru borgarfulltrúar og jafnvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Miklar verðhækkanir vegna aukinnar verðbólgu og ýmissa annarra vandamála hafa leitt til þess að áætlaður kostnaður við sáttmálann hefur hækkað. Í minnisblaði um uppfærslu sáttmálans er komið inn á þetta. „Verðlag í verklegum framkvæmdum hefur hækkað umfram almenna verðlagsþróun . Vísitala sáttmálans hefur hækkað um 28%, á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 22%. Skuldbinding sáttmálans hefur af þeim sökum hækkað úr 120 ma.kr. í um 153 ma.kr.,“ segir í minnisblaðinu. Því hefur verið ákveðið að ráðast i gerð viðauka við sáttmálann og mun vinna við það hefjast í þessum mánuði með það að markmiði að hægt sé að skrifa undir viðaukann í sumar. „Betri samgöngum verður falið að uppfæra framkvæmdatöflu sáttmálans, þ.m.t. tíma- og kostnaðaráætlanir. Einnig að meta áhrif stofnvega- og Borgarlínuinnviða m.t.t. markmiða um greiðar samgöngur, fjölbreytta ferðamáta, kolefnishlutlaust samfélag og umferðaröryggi. Á þeim grunni verði sett mælanleg undirmarkmið og árangursvísar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Í umræddu minnisblaði kemur fram að ýmsar áskoranir séu fyrir hendi varðandi sáttmálann, ekki bara kostnaðarhækkanir. „Kostnaður við einstakar framkvæmdir var vanáætlaður, jafnvel umfram upphaflega áætlað óvissustig. Hluti kostnaðaráætlana sem lágu fyrir við gerð Samgöngusáttmálans byggðu á eldri útfærslum, svo sem Arnarnesvegur og mislæg gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Kostnaðaráætlun vegna Sæbrautarstokks lá ekki að fullu fyrir á þeim tíma sem Samgöngusáttmálinn var undirritaður. Kostnaðarmat við verkefnið „Sæbraut – Holtavegur Stekkjabakki“ miðaðist við mun minna verkefni. Í kostnaðarmati Borgarlínu var þó gert ráð fyrir brú yfir Sæbraut. Sæbrautarstokkur er mjög mikilvægt verkefni m.a. m.t.t. tilkomu Sundabrautar. Þá er stokkurinn grundvallarforsenda í staðarvali Björgunarmiðstöðvar á Kleppsreit,“ segir í minnisblaðinu. Tímalína við gerð viðaukans Mars: Stýrihópur samþykkir minnisblað og ræði sameiginlegan skilning þess. Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skipaður, Betri samgöngur hefja vinnu við þá verkliði sem að þeim snýr. Viðræðuhópur um rekstur taki aftur upp störf með skilgreindar forsendur. Apríl: Betri samgöngur vinna að nauðsynlegum greiningum. Viðræðuhópur um rekstur skilar af sér endanlegum tillögum að samkomulagi. Maí: Viðræðuhópur um Samgöngusáttmála skilar af sér tillögum að uppfærslu hans. Tillaga að uppfærslu Samgöngusáttmála liggur fyrir, fer til kynningar og afgreiðslu á viðeigandi stöðum. Júní: Uppfærsla á Samgöngusáttmála lögð endanlega fyrir. Lesa má umrætt minnisblað hér.
Samgöngur Borgarlína Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mosfellsbær Vegagerð Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. 20. febrúar 2023 16:09