Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 16:28 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að greiða 5,5 milljarða í arð þar sem fyrirtækið skilaði 8,4 milljarða hagnaði. Meðlimir í stjórninni eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið. OR Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal Orkumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal
Orkumál Reykjavík Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira