Zelensky þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn allt frá upphafi innrásar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 19:10 Zelensky segir mikilvægt að íslenskir ráðamenn láti sjá sig í Kænugarði. hann og Katrín ræddu einnig undirbúning leiðtogafundar 53 Evrópuráðsríkja í Reykjavík í maí þar sem málefni Úkraínu verða aðal umræðuefnið. stjórnarráðið Úkraínuforseti þakkaði Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu allt frá upphafi innrásar Rússa á sameiginlegum fundi með forsætis- og utanríkisráðherra ytra í dag. Forsætisráðherra segir mikilvægt að sjá afleiðingar stríðsins með eigin augum og undirbúa leiðtogafund í Reykjavík í maí um málefni Úkraínu. Mikil leynd hvíldi yfir ferðalagi forsætis- og utanríkisráðherra til Úkraínu. Þær lögðu af stað í gærmorgun frá Íslandi og héldu síðan með næturlest frá landamærum Póllands að Úkraínu í gærkvöldi. Þær komu til Kænugarðs snemma í morgun og fóru strax og kynntu sér ástandið í Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússar frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Bucha og ollu gífurlegri eyðileggingu þar og í nálægjum bæjum. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Klippa: Zelensky þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn allt frá upphafi innrásar Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki um þá sem féllu í innrás Rússa og skoðuðu myndasýningu í kirkju staðarins af ástandinu eins og það var þegar Úkraínumenn höfðu hrakið innrásarliðið á brott. Katrín segir hafa verið sláandi að hlusta á lýsingar borgarstjórans í Bucha. Þá heimsóttu þær smáhýsabyggð sem reist var með aðstoð Pólverja og fleiri sem misst hafa heimili sín. Zelensky segir stuðning Íslendinga mikilvægan Þórdís Kolbrún og Katrín lögðu blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún áttu síðan fund með Zelensky forseta og Kuleba utanríkisráðherra og fleiri ráðherrum í forsetahöllinni í Kænugarði og stóð sá fundur yfir í rúma klukkustund. Zelensky sagði mikilvægt að íslenskir ráðmenn létu sjá sig í Kænugarði. „Það er mjög mikilvægt að þið séuð hér meðan stríðið stendur yfir og að þið hafið stutt okkur allt frá upphafi innrásarinnar. Ég færi íslensku þjóðinni bestu þakkir, ekki aðeins ríkisstjórninni, heldur fólkinu fyrir að styðja okkur,“ sagði Zelensky í upphafi fundar. Katrín Jakobsdóttir og Volodymyr Zelensky skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu þjóða sinna að loknum fundi þeirra í Kænugarði í dag.stjórnarráðið Katrín var í sinni fyrstu heimsókn en utanríkisráðherra var í Kænugarði í nóvember ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Þá lýsti hún heimsókn sinni til Borodianka og Bucha fyrr í dag. Auðvitað teljum við einnig brýnt að koma hingað á meðan Ísland gegnir forystu í Evrópuráðinu og sjá með eigin augum hvernig málum er háttað." Þá lýsti hún heimsókn sinni til Borodianka og Bucha fyrr í dag. „Þegar við heimsóttum bæina var eins og maður hefði auknar byrðar byrðar á herðum. Ég get vel ímyndað mér hvernig þér líður á hverjum degi því maður finnur í raun fyrir sorginni sem liggur í loftinu,“ sagði Katrín. Katrín og Zelensky skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf þjóðanna að fundi loknum. Það fór mjög vel á með þeim og þau féllust í faðma til að undirstrika vináttu þjóðanna. „Það búa um 2.700 Úkraínumenn á Íslandi núna. Þeir spjara sig einstaklega vel,” sagði Katrín á fundinum með Zelensky og Kuleba. Zelensky vill ræða friðartillögur sínar í Reykjavík Fréttastofan náði símaviðtali við Katrínu Jakobsdóttur þar sem hún var í bíl á leið á járnbrautarstöð í Kænugarði. Þaðan fara hún og Þórdís Kolbrún og fylgdarlið þeirra til Varsjár höfuðborgar Póllands til fundar við forsætisráðherra landsins. Rétt áður en samtalið hófst hvein í loftvarnaflautum í borginni. „Ég var einmitt að tala við úkraínska konu sem var að segja mér að þau venjist þessu aldrei. En þetta er víst ansi algengt, að hér hvíni í loftvarnaflautum. Auðvitað fyrir okkur sem eigum ekki þessu að venjast er þetta svolítið ógnvænlegt andrúmsloft. Vel fór á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu á fundi þeirra í dag.stjórnarráðið Katrín og Þórdís Kolbrún funduðu ekki bara með forseta og utanríkisráðherra Úkraínu heldur fjölmörgum öðrum ráðherrum. „Í stuttu máli sagt var efni fundanna um það hvernig við Íslendingar getum áfram stutt við Úkraínu. Við ætlum okkur að gera það. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir í okkar fjárhagslega stuðningi. Þau voru að nefna áþreifanlega hluti sem við getum unnið saman í. Til dæmis hvað varðar heilbrigðismál, hvað varðar orkumál. Þar sem við getum í senn stutt við þau fjárhagslega og miðlað af þekkingu. Síðan var auðvitað töluvert rætt um leiðtogafund Evrópuráðsins á Íslandi í maí,“ segir Katrín. Þetta hafi verið góður fundur þar sem farið var vítt og breitt yfir sviðið og þau hefðu mætt vel undirbúin til leiks. Frá fundi Katrínar og Zelenskys fyrr í dag.stjórnarráðið „Vitandi af þessum leiðtogafundi sem er framundan og voru með ákveðnar hugmyndir um hvernig við gætum tekið þar til umfjöllunar hugmyndir Úkraínumanna um mögulegan frið. Það má segja að það hafi verið rætt á hverjum einasta fundi í dag. Þannig að verkefnið er stórt,“ segir forsætisráðherra. „Mér er þungt fyrir brjósti eftir að hafa komið hingað og séð ummerkin eftir stríðið og hvernig það litar allt samfélagið hér. Og skynja líka sorgina í fólkinu. Hún er áþreifanleg.“ Það væri líka sérstakt að hitta leiðtoga sem hún hefði aðeins séð og hitt á skjá hingað til. Það er öðruvísi.” Er hann hlýr í viðkomu? „Já, það get ég alveg sagt eftir þennan eina fund alla vega. Þá upplifði ég það,” segir Katrín Jakobsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Fundi Katrínar og Zelenskys lokið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið. 14. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. 14. mars 2023 11:26 Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Mikil leynd hvíldi yfir ferðalagi forsætis- og utanríkisráðherra til Úkraínu. Þær lögðu af stað í gærmorgun frá Íslandi og héldu síðan með næturlest frá landamærum Póllands að Úkraínu í gærkvöldi. Þær komu til Kænugarðs snemma í morgun og fóru strax og kynntu sér ástandið í Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússar frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Bucha og ollu gífurlegri eyðileggingu þar og í nálægjum bæjum. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Klippa: Zelensky þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn allt frá upphafi innrásar Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki um þá sem féllu í innrás Rússa og skoðuðu myndasýningu í kirkju staðarins af ástandinu eins og það var þegar Úkraínumenn höfðu hrakið innrásarliðið á brott. Katrín segir hafa verið sláandi að hlusta á lýsingar borgarstjórans í Bucha. Þá heimsóttu þær smáhýsabyggð sem reist var með aðstoð Pólverja og fleiri sem misst hafa heimili sín. Zelensky segir stuðning Íslendinga mikilvægan Þórdís Kolbrún og Katrín lögðu blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún áttu síðan fund með Zelensky forseta og Kuleba utanríkisráðherra og fleiri ráðherrum í forsetahöllinni í Kænugarði og stóð sá fundur yfir í rúma klukkustund. Zelensky sagði mikilvægt að íslenskir ráðmenn létu sjá sig í Kænugarði. „Það er mjög mikilvægt að þið séuð hér meðan stríðið stendur yfir og að þið hafið stutt okkur allt frá upphafi innrásarinnar. Ég færi íslensku þjóðinni bestu þakkir, ekki aðeins ríkisstjórninni, heldur fólkinu fyrir að styðja okkur,“ sagði Zelensky í upphafi fundar. Katrín Jakobsdóttir og Volodymyr Zelensky skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu þjóða sinna að loknum fundi þeirra í Kænugarði í dag.stjórnarráðið Katrín var í sinni fyrstu heimsókn en utanríkisráðherra var í Kænugarði í nóvember ásamt utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Þá lýsti hún heimsókn sinni til Borodianka og Bucha fyrr í dag. Auðvitað teljum við einnig brýnt að koma hingað á meðan Ísland gegnir forystu í Evrópuráðinu og sjá með eigin augum hvernig málum er háttað." Þá lýsti hún heimsókn sinni til Borodianka og Bucha fyrr í dag. „Þegar við heimsóttum bæina var eins og maður hefði auknar byrðar byrðar á herðum. Ég get vel ímyndað mér hvernig þér líður á hverjum degi því maður finnur í raun fyrir sorginni sem liggur í loftinu,“ sagði Katrín. Katrín og Zelensky skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf þjóðanna að fundi loknum. Það fór mjög vel á með þeim og þau féllust í faðma til að undirstrika vináttu þjóðanna. „Það búa um 2.700 Úkraínumenn á Íslandi núna. Þeir spjara sig einstaklega vel,” sagði Katrín á fundinum með Zelensky og Kuleba. Zelensky vill ræða friðartillögur sínar í Reykjavík Fréttastofan náði símaviðtali við Katrínu Jakobsdóttur þar sem hún var í bíl á leið á járnbrautarstöð í Kænugarði. Þaðan fara hún og Þórdís Kolbrún og fylgdarlið þeirra til Varsjár höfuðborgar Póllands til fundar við forsætisráðherra landsins. Rétt áður en samtalið hófst hvein í loftvarnaflautum í borginni. „Ég var einmitt að tala við úkraínska konu sem var að segja mér að þau venjist þessu aldrei. En þetta er víst ansi algengt, að hér hvíni í loftvarnaflautum. Auðvitað fyrir okkur sem eigum ekki þessu að venjast er þetta svolítið ógnvænlegt andrúmsloft. Vel fór á með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu á fundi þeirra í dag.stjórnarráðið Katrín og Þórdís Kolbrún funduðu ekki bara með forseta og utanríkisráðherra Úkraínu heldur fjölmörgum öðrum ráðherrum. „Í stuttu máli sagt var efni fundanna um það hvernig við Íslendingar getum áfram stutt við Úkraínu. Við ætlum okkur að gera það. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir í okkar fjárhagslega stuðningi. Þau voru að nefna áþreifanlega hluti sem við getum unnið saman í. Til dæmis hvað varðar heilbrigðismál, hvað varðar orkumál. Þar sem við getum í senn stutt við þau fjárhagslega og miðlað af þekkingu. Síðan var auðvitað töluvert rætt um leiðtogafund Evrópuráðsins á Íslandi í maí,“ segir Katrín. Þetta hafi verið góður fundur þar sem farið var vítt og breitt yfir sviðið og þau hefðu mætt vel undirbúin til leiks. Frá fundi Katrínar og Zelenskys fyrr í dag.stjórnarráðið „Vitandi af þessum leiðtogafundi sem er framundan og voru með ákveðnar hugmyndir um hvernig við gætum tekið þar til umfjöllunar hugmyndir Úkraínumanna um mögulegan frið. Það má segja að það hafi verið rætt á hverjum einasta fundi í dag. Þannig að verkefnið er stórt,“ segir forsætisráðherra. „Mér er þungt fyrir brjósti eftir að hafa komið hingað og séð ummerkin eftir stríðið og hvernig það litar allt samfélagið hér. Og skynja líka sorgina í fólkinu. Hún er áþreifanleg.“ Það væri líka sérstakt að hitta leiðtoga sem hún hefði aðeins séð og hitt á skjá hingað til. Það er öðruvísi.” Er hann hlýr í viðkomu? „Já, það get ég alveg sagt eftir þennan eina fund alla vega. Þá upplifði ég það,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Tengdar fréttir Fundi Katrínar og Zelenskys lokið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið. 14. mars 2023 15:23 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01 Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. 14. mars 2023 11:26 Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Fundi Katrínar og Zelenskys lokið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu áttu um klukkustundar fund í Kænugarði í dag. Þar ræddu þau meðal annars um væntanlegan leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í maí þar sem Úkraína verður aðal dagskrárefnið. 14. mars 2023 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Af hverju vilja Úkraínumenn halda Bakhmut? Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að framtíð Úkraínumanna muni ráðast á víglínunum í austurhluta landsins. Hann segir stöðuna þar vera mjög erfiða en það þurfi að gera út af við hernaðarmátt Rússa og það muni Úkraínumenn gera. 14. mars 2023 14:01
Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. 14. mars 2023 11:26
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55