„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2023 19:14 Frá vettvangi í Álfheimum í dag. Vísir/Vilhelm Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“ Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44