Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 21:55 Daniela Wallen Morillo var frábær í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og það tók heimakonur tvær og hálfa mínútu að skora sín fyrstu stig í leiknum. Keflavík setti sér það markmið, samkvæmt Herði Axel Vilhjálmssyni þjálfara liðsins, að gefa ekki allt í pressuvörn frá fyrstu mínútu. Hins vegar neyddust heimakonur til að bregða pressuvörninni fyrir sig og það var eins og við manninn mælt að sóknarleikur Vals fór að ganga verr. Heimakonur náðu að jafna leikinn og komast yfir í lok fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum var 17-13 fyrir Keflavík. Keflavík héldu forystunni framan af en þá fór sóknarleikur þeirra aftur að stirðna og Valur náði að jafna og liðin skiptust á að hafa forystuna fram að hálfleik. Liðunum gekk illa að setja boltann ofan í körfuna fram eftir öðrum leikhluta. Keflvíkingar hittu betur úr tveggja stiga skotum en Valskonur unnu það upp með 40 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum en nýting Keflvíkinga úr þeim var engin eða með öðrum orðum núll prósent. Enginn leikmaður á vellinum náði að skora meira en tíu stig í fyrri hálfleik. Forystan í hálfleik var Keflavíkur, 31-30. Í þriðja leikhluta var sóknarleikur beggja liða enn nokkuð stirður og stigaskorið á svipuðum slóðum en þegar líða fór á leikhlutann hertu Keflvíkingar varnarleikinn og náðu að bæta skotnýtingu sína úr þriggja stiga skotum. Valskonur nýttu skot sín verr en í fyrri hálfleik. Keflavík náði smám saman að byggja upp smá forskot og leiddu fyrir síðasta leikhlutann 53-45. Í fjórða leikhluta skelltu Keflvíkingar algjörlega í lás í vörninni og Valur náði aðeins að bæta tíu stigum við. Liðin misstu boltann nánast jafn oft, í öllum leiknum, en það skilaði hins vegar Keflavík fleiri stigum þegar Valur missti boltann. Keflvíkingar gerðu endanlega út um leikinn og unnu að lokum þægilegan sigur, 70-55, undir styrkri forystu Daniela Morillo og Karina Konstantinova. Af hverju vann Keflavík? Vegna frábærs varnarleiks sem birtist meðal annars í því að Valur náði ekki að skora tuttugu stig eða meira í neinum leikhluta og aðeins einn leikmaður, Kiana Johnson, náði að skora tíu stig eða meira. Valskonur misstu boltann 25 sinnum í leiknum sem skilaði Keflavík 22 stigum. Keflavík missti boltann í 23 skipti sem skilaði Val aðeins átta stigum. Keflavík nýtti sér mistök andstæðinga sinna og sinn eigin varnarleik miklu betur en lið Vals. Hverjar stóðu upp úr? Karina Konstantinova og Daniela Morillo voru þær stóðu helst upp úr í þessum sigri heimakvenna. Þær skoruðu báðar tuttugu stig, gáfu sex stoðsendingar og tóku átta fráköst. Samanlagt stálu þær boltanum níu sinnum. Þær leiddu lið Keflavíkur bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Valsliðinu gekk vel í byrjun að ráða við vörn Keflavíkur en eftir því sem leið á leikinn gekk gestunum sífellt verr að koma góðum skotum á körfuna. Sóknir Vals voru oft langar og gestirnir reyndu að halda hraða leiksins niðri en á endanum varð ákefð Keflavíkur ofan á. Valskonur hittu verr eftir því sem leið á leikinn og voru endanlega komnar í þrot með sinn sóknarleik í fjórða leikhluta. Hvað gerist næst? Eftir þennan leik er Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar en Haukar eru komnar upp að hlið Vals. Næsta umferð deildarinnar fer fram 19. mars þá mætir Valur Grindavík á heimavelli en Keflavík heimsækir botnlið ÍR. „Ef þú tekur ekki skot þá hittirðu ekki úr þeim heldur“ Ólafur Jónas á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik. „Við gátum ekki hitt úr skoti fannst mér. Þetta var hörku djöfulsins barátta lengi vel í leiknum. Leiðinlegt að þetta fór svona en það er erfitt að vinna körfuboltaleiki þegar þú hittir ekki úr skotum.“ Ólafur sagði sitt lið hafa verið viðbúið varnarleik Keflvíkinga. „Við vissum að þær myndu spila agressíft og við vissum alveg hvað við áttum að gera. Mér fannst við bara ragar við að taka skotin sem voru opin. Það var fullt af möguleikum. Við tókum þá bara ekki. Ef þú tekur ekki skot þá hittirðu ekki úr þeim heldur. En ég á eftir að horfa á þetta aftur og skoða betur hvað við gerðum illa.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og það tók heimakonur tvær og hálfa mínútu að skora sín fyrstu stig í leiknum. Keflavík setti sér það markmið, samkvæmt Herði Axel Vilhjálmssyni þjálfara liðsins, að gefa ekki allt í pressuvörn frá fyrstu mínútu. Hins vegar neyddust heimakonur til að bregða pressuvörninni fyrir sig og það var eins og við manninn mælt að sóknarleikur Vals fór að ganga verr. Heimakonur náðu að jafna leikinn og komast yfir í lok fyrsta leikhluta. Staðan að honum loknum var 17-13 fyrir Keflavík. Keflavík héldu forystunni framan af en þá fór sóknarleikur þeirra aftur að stirðna og Valur náði að jafna og liðin skiptust á að hafa forystuna fram að hálfleik. Liðunum gekk illa að setja boltann ofan í körfuna fram eftir öðrum leikhluta. Keflvíkingar hittu betur úr tveggja stiga skotum en Valskonur unnu það upp með 40 prósent nýtingu úr þriggja stiga skotum en nýting Keflvíkinga úr þeim var engin eða með öðrum orðum núll prósent. Enginn leikmaður á vellinum náði að skora meira en tíu stig í fyrri hálfleik. Forystan í hálfleik var Keflavíkur, 31-30. Í þriðja leikhluta var sóknarleikur beggja liða enn nokkuð stirður og stigaskorið á svipuðum slóðum en þegar líða fór á leikhlutann hertu Keflvíkingar varnarleikinn og náðu að bæta skotnýtingu sína úr þriggja stiga skotum. Valskonur nýttu skot sín verr en í fyrri hálfleik. Keflavík náði smám saman að byggja upp smá forskot og leiddu fyrir síðasta leikhlutann 53-45. Í fjórða leikhluta skelltu Keflvíkingar algjörlega í lás í vörninni og Valur náði aðeins að bæta tíu stigum við. Liðin misstu boltann nánast jafn oft, í öllum leiknum, en það skilaði hins vegar Keflavík fleiri stigum þegar Valur missti boltann. Keflvíkingar gerðu endanlega út um leikinn og unnu að lokum þægilegan sigur, 70-55, undir styrkri forystu Daniela Morillo og Karina Konstantinova. Af hverju vann Keflavík? Vegna frábærs varnarleiks sem birtist meðal annars í því að Valur náði ekki að skora tuttugu stig eða meira í neinum leikhluta og aðeins einn leikmaður, Kiana Johnson, náði að skora tíu stig eða meira. Valskonur misstu boltann 25 sinnum í leiknum sem skilaði Keflavík 22 stigum. Keflavík missti boltann í 23 skipti sem skilaði Val aðeins átta stigum. Keflavík nýtti sér mistök andstæðinga sinna og sinn eigin varnarleik miklu betur en lið Vals. Hverjar stóðu upp úr? Karina Konstantinova og Daniela Morillo voru þær stóðu helst upp úr í þessum sigri heimakvenna. Þær skoruðu báðar tuttugu stig, gáfu sex stoðsendingar og tóku átta fráköst. Samanlagt stálu þær boltanum níu sinnum. Þær leiddu lið Keflavíkur bæði í vörn og sókn. Hvað gekk illa? Valsliðinu gekk vel í byrjun að ráða við vörn Keflavíkur en eftir því sem leið á leikinn gekk gestunum sífellt verr að koma góðum skotum á körfuna. Sóknir Vals voru oft langar og gestirnir reyndu að halda hraða leiksins niðri en á endanum varð ákefð Keflavíkur ofan á. Valskonur hittu verr eftir því sem leið á leikinn og voru endanlega komnar í þrot með sinn sóknarleik í fjórða leikhluta. Hvað gerist næst? Eftir þennan leik er Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar en Haukar eru komnar upp að hlið Vals. Næsta umferð deildarinnar fer fram 19. mars þá mætir Valur Grindavík á heimavelli en Keflavík heimsækir botnlið ÍR. „Ef þú tekur ekki skot þá hittirðu ekki úr þeim heldur“ Ólafur Jónas á hliðarlínunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik. „Við gátum ekki hitt úr skoti fannst mér. Þetta var hörku djöfulsins barátta lengi vel í leiknum. Leiðinlegt að þetta fór svona en það er erfitt að vinna körfuboltaleiki þegar þú hittir ekki úr skotum.“ Ólafur sagði sitt lið hafa verið viðbúið varnarleik Keflvíkinga. „Við vissum að þær myndu spila agressíft og við vissum alveg hvað við áttum að gera. Mér fannst við bara ragar við að taka skotin sem voru opin. Það var fullt af möguleikum. Við tókum þá bara ekki. Ef þú tekur ekki skot þá hittirðu ekki úr þeim heldur. En ég á eftir að horfa á þetta aftur og skoða betur hvað við gerðum illa.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti