Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 15:53 Umrædd þjóðarhöll á að rísa á svæðinu í kringum Laugardalshöllina. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira