Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess Njörður Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 17:01 Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Þetta var gert víðar á landinu á sama tíma, að þéttbýliskjarnar voru klofnir frá sveitahreppum. Þannig var árið 1946 Selfosshreppur stofnaður úr Sandvíkurhreppi og Hafnarhreppur stofnaður úr Nesjahreppi. Margt hefur breyst frá árinu 1946 og verkefni sveitarfélaga orðið umfangsmeiri og flóknari og stærð sveitafélaga skiptir nú höfuðmáli til að þau hafi bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Vegna þessa hafa t.d. bæði Selfosshreppur og Hafnarhreppur orðið að stærri einingum með sameiningum sveitarfélaga. Sveitarfélagið Árborg varð til með sameiningu Selfossbæjar (áður Selfosshreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga árið 1998 og sama ár varð Sveitarfélagið Hornafjörður til með sameiningu Hafnar (áður Hafnarhreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga. Ekki er sömu sögu að segja í Ölfusi þar sem enn eru tvö sveitarfélög, þ.e. Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus eins og þau heita í dag. Fjölgunin í Ölfusi Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fjölgun í Ölfusi eftir þeim þremur póstnúmerum sem þar eru, þ.e. 810 Hveragerði sem nær yfir Hveragerðisbæ, 815 Þorlákshöfn sem nær yfir þéttbýlið þar og 816 Ölfus sem nær yfir Ölfussveit. Þann 1. janúar 2023 bjuggu samtals 5.769 íbúar í Ölfusi, þ.e. 3.189 í Hveragerðisbæ (55% íbúa), 1.949 í Þorlákshöfn (34% íbúa) og 631 í Ölfussveit (11% íbúa). Íbúaþróunin hefur þó verið mjög mismunandi eftir þessum svæðum í Ölfusi. Frá árinu 2011 hefur fjölgunin í Ölfusi orðið mest í dreifbýlinu í Ölfussveit eða 65%, næstmest í Hveragerði 38% og minnst í Þorlákshöfn 27%. Það er líka athyglisvert að skoða þróunina á síðustu tveimur árum, árin 2021 og 2022. Þá fjölgaði íbúum minnst í Þorlákshöfn eða um 5,5%, um 15% í Hveragerði og 20% í Ölfussveit en fjölgunin í Hveragerði og Ölfussveit er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjölgun í Ölfusi 2011-2023. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.Hagstofa Íslands Áhrif á störf sveitarstjórna Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að á nokkrum stöðum í dreifbýlinu í Ölfusi hafa orðið til nokkrir byggðakjarnar sem stækka með hverju árinu, t.d. við Velli (Bláengi), Saurbæ og í Klettagljúfri. Þessir íbúar og aðrir íbúar Ölfussveitar sækja þjónustu að stórum hluta í hitt sveitarfélagið í Ölfusi, til Hveragerðisbæjar. Þessi þjónusta er t.d. grunnskóli og leikskóli en Sveitarfélagið Ölfus á hluta í skólum Hveragerðisbæjar og tekur þátt í fjárhagslegum rekstri þeirra. Þá sækja Ölfusingar til Hveragerðis til að stunda íþróttir og tómstundir, sækja þar verslun og ýmsa afþreyingu. Ein helstu rökin fyrir tilvist sveitarfélaga er að stuðla að aukinni þátttöku íbúa í málefnum samfélagsins og að þeir hafi áhrif á stjórn sveitarfélaganna og þá þjónustu sem þau veita. Þegar íbúar sækja mikilvæga opinbera þjónustu í annað sveitarfélag hafa þeir í raun lítil áhrif á hvernig sú þjónusta er unnin þar sem þeir velja ekki þá sveitarstjórn sem stýrir málaflokknum. Í því fellst lýðræðishalli, að notendur þjónustunnar geti ekki haft áhrif á hvernig og hvaða þjónustu er boðið upp á í þeirra samfélagi. Í raun má segja að það sé staðan með íbúa Ölfussveitar sem nýta opinbera þjónustu sem er stýrt af Hveragerðisbæ, t.d. skólaþjónustu. Rétt er að geta þess að fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss eiga fulltrúa í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar sem fer með málefni skólanna, en allt ákvörðunarvald um rekstur skólanna liggur þó hjá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sem kosin er af íbúum Hveragerðis, en ekki Ölfussveitar. Sameining Ölfuss að nýju Fyrir sveitarfélagið Hveragerðisbæ skiptir líka mjög miklu máli að geta haft áhrif á hvernig þróun byggðar er í og við sveitarfélagið þar sem íbúafjölgun þar hefur bein áhrif á þjónustuna sem það veitir til samfélagsins. Árin 2021 og 2022 fjölgaði íbúum í Hveragerðisbæ um rúmlega 400 og hefur það reynt mjög á innviði sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra. Þá hefur fjölgun í Ölfussveit um rúmlega 100 manns á sama tíma eðlilega haft áhrif á þanþol skólakerfisins í Hveragerði svo eitthvað sé nefnt. Í raun er Ölfuss allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög með þeim annmörkum sem á undan eru raktir. Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag. Með því yrði til tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag eins og staðan er núna, með tveimur sterkum þéttbýliskjörnum í Þorlákshöfn og Hveragerði sem hvor hefur sín einkenni og styrkleika. Dreifbýlið í Ölfussveit er svo vaxandi íbúasvæði sem þarf að skipuleggja í samhengi við stækkun innviða í næsta þéttbýli, Hveragerði. Með sameiningu Ölfuss í eitt sveitarfélag yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining sem hefði meira bolmagn til að fást við verkefni sveitarfélagsins, verkefni sem bæði sveitarfélög þurfa nú að hafa samstarf um við önnur til að þeim sé sæmilega sinnt. Vönduð umræða um meginmarkmið faglegra ákvarðana varðandi framtíðarskipan sveitarfélaganna er kjarni allrar þeirrar fagmennsku sem þarf við svona sameiningu, (eða leiðréttingu á þeim ákvörðunum sem teknar voru 1946). Þegar við öxlum þá ábyrgð, að ígrunda hvert sé hlutverk sveitarfélaganna þá er að mörgu að hyggja. Eitt sveitarfélag í Ölfusi styrkir lýðræðið og bætir þjónstuna til allra íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Njörður Sigurðsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi. Þetta var gert víðar á landinu á sama tíma, að þéttbýliskjarnar voru klofnir frá sveitahreppum. Þannig var árið 1946 Selfosshreppur stofnaður úr Sandvíkurhreppi og Hafnarhreppur stofnaður úr Nesjahreppi. Margt hefur breyst frá árinu 1946 og verkefni sveitarfélaga orðið umfangsmeiri og flóknari og stærð sveitafélaga skiptir nú höfuðmáli til að þau hafi bolmagn til að sinna sínum verkefnum. Vegna þessa hafa t.d. bæði Selfosshreppur og Hafnarhreppur orðið að stærri einingum með sameiningum sveitarfélaga. Sveitarfélagið Árborg varð til með sameiningu Selfossbæjar (áður Selfosshreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga árið 1998 og sama ár varð Sveitarfélagið Hornafjörður til með sameiningu Hafnar (áður Hafnarhreppur) og þriggja annarra sveitarfélaga. Ekki er sömu sögu að segja í Ölfusi þar sem enn eru tvö sveitarfélög, þ.e. Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus eins og þau heita í dag. Fjölgunin í Ölfusi Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um fjölgun í Ölfusi eftir þeim þremur póstnúmerum sem þar eru, þ.e. 810 Hveragerði sem nær yfir Hveragerðisbæ, 815 Þorlákshöfn sem nær yfir þéttbýlið þar og 816 Ölfus sem nær yfir Ölfussveit. Þann 1. janúar 2023 bjuggu samtals 5.769 íbúar í Ölfusi, þ.e. 3.189 í Hveragerðisbæ (55% íbúa), 1.949 í Þorlákshöfn (34% íbúa) og 631 í Ölfussveit (11% íbúa). Íbúaþróunin hefur þó verið mjög mismunandi eftir þessum svæðum í Ölfusi. Frá árinu 2011 hefur fjölgunin í Ölfusi orðið mest í dreifbýlinu í Ölfussveit eða 65%, næstmest í Hveragerði 38% og minnst í Þorlákshöfn 27%. Það er líka athyglisvert að skoða þróunina á síðustu tveimur árum, árin 2021 og 2022. Þá fjölgaði íbúum minnst í Þorlákshöfn eða um 5,5%, um 15% í Hveragerði og 20% í Ölfussveit en fjölgunin í Hveragerði og Ölfussveit er langt umfram landsmeðaltal. Íbúafjölgun í Ölfusi 2011-2023. Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.Hagstofa Íslands Áhrif á störf sveitarstjórna Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að á nokkrum stöðum í dreifbýlinu í Ölfusi hafa orðið til nokkrir byggðakjarnar sem stækka með hverju árinu, t.d. við Velli (Bláengi), Saurbæ og í Klettagljúfri. Þessir íbúar og aðrir íbúar Ölfussveitar sækja þjónustu að stórum hluta í hitt sveitarfélagið í Ölfusi, til Hveragerðisbæjar. Þessi þjónusta er t.d. grunnskóli og leikskóli en Sveitarfélagið Ölfus á hluta í skólum Hveragerðisbæjar og tekur þátt í fjárhagslegum rekstri þeirra. Þá sækja Ölfusingar til Hveragerðis til að stunda íþróttir og tómstundir, sækja þar verslun og ýmsa afþreyingu. Ein helstu rökin fyrir tilvist sveitarfélaga er að stuðla að aukinni þátttöku íbúa í málefnum samfélagsins og að þeir hafi áhrif á stjórn sveitarfélaganna og þá þjónustu sem þau veita. Þegar íbúar sækja mikilvæga opinbera þjónustu í annað sveitarfélag hafa þeir í raun lítil áhrif á hvernig sú þjónusta er unnin þar sem þeir velja ekki þá sveitarstjórn sem stýrir málaflokknum. Í því fellst lýðræðishalli, að notendur þjónustunnar geti ekki haft áhrif á hvernig og hvaða þjónustu er boðið upp á í þeirra samfélagi. Í raun má segja að það sé staðan með íbúa Ölfussveitar sem nýta opinbera þjónustu sem er stýrt af Hveragerðisbæ, t.d. skólaþjónustu. Rétt er að geta þess að fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss eiga fulltrúa í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar sem fer með málefni skólanna, en allt ákvörðunarvald um rekstur skólanna liggur þó hjá bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sem kosin er af íbúum Hveragerðis, en ekki Ölfussveitar. Sameining Ölfuss að nýju Fyrir sveitarfélagið Hveragerðisbæ skiptir líka mjög miklu máli að geta haft áhrif á hvernig þróun byggðar er í og við sveitarfélagið þar sem íbúafjölgun þar hefur bein áhrif á þjónustuna sem það veitir til samfélagsins. Árin 2021 og 2022 fjölgaði íbúum í Hveragerðisbæ um rúmlega 400 og hefur það reynt mjög á innviði sveitarfélagsins og uppbyggingu þeirra. Þá hefur fjölgun í Ölfussveit um rúmlega 100 manns á sama tíma eðlilega haft áhrif á þanþol skólakerfisins í Hveragerði svo eitthvað sé nefnt. Í raun er Ölfuss allt eitt samfélag, þó að því sé nú skipt í tvö sveitarfélög með þeim annmörkum sem á undan eru raktir. Það er mikilvægt að íbúar hafi áhrif á þá þjónustu sem sveitarfélög veita í sínu nærsamfélagi og að sveitarfélögin séu einingar sem veiti þjónustu til íbúa sem þar búa. Leiðin til að laga þetta í Ölfusi er að sameina Ölfusið á ný í eitt sveitarfélag. Með því yrði til tæplega 6.000 íbúa sveitarfélag eins og staðan er núna, með tveimur sterkum þéttbýliskjörnum í Þorlákshöfn og Hveragerði sem hvor hefur sín einkenni og styrkleika. Dreifbýlið í Ölfussveit er svo vaxandi íbúasvæði sem þarf að skipuleggja í samhengi við stækkun innviða í næsta þéttbýli, Hveragerði. Með sameiningu Ölfuss í eitt sveitarfélag yrði til stærri og sterkari stjórnsýslueining sem hefði meira bolmagn til að fást við verkefni sveitarfélagsins, verkefni sem bæði sveitarfélög þurfa nú að hafa samstarf um við önnur til að þeim sé sæmilega sinnt. Vönduð umræða um meginmarkmið faglegra ákvarðana varðandi framtíðarskipan sveitarfélaganna er kjarni allrar þeirrar fagmennsku sem þarf við svona sameiningu, (eða leiðréttingu á þeim ákvörðunum sem teknar voru 1946). Þegar við öxlum þá ábyrgð, að ígrunda hvert sé hlutverk sveitarfélaganna þá er að mörgu að hyggja. Eitt sveitarfélag í Ölfusi styrkir lýðræðið og bætir þjónstuna til allra íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hveragerði.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun