Þögull barnamálaráðherra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. mars 2023 07:01 Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Viðreisn Garðabær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun