Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 22:47 Vincent Shahid fór fyrir Þór í kvöld eins og svo oft áður. Vísir / Hulda Margrét Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. Það var úrslitakeppnisbragur yfir leik kvöldsins í Þorlákshöfn. Mikil læti, hart barist og líklega meira leyft en oft áður. Þrátt fyrir að mikill hraði hafi verið í upphafi leiks áttu liðin í nokkrum erfiðleikum með að koma stigum á töfluna. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af í leiknum og gestirnir frá Sauðárkróki náðu mest fjögurra stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en heimamenn jöfnuðu metin og staðan var 17-17 að honum loknum. Þórsarar hófu svo annan leikhluta af miklum krafti og liðið skoraði ellefu stig gegn aðeins tveimur stigum Stólanna á fyrstu mínútum leikhlutans. Pavel Ermolinskij tók þá leikhlé fyrir sína menn og eftir það jafnaðist leikurinn á ný. Þórsarar virtust ætla að fara með öruggt forskot inn í hálfleikinn þegar liðið náði tíu stiga forskoti undir lok annars leikhluta, en gestirnir skoruðu seinustu fimm stig hálfleiksins og staðan var 36-31 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stólarnir tóku þó við forystuhlutverkinu í síðari hálfleik og þrátt fyrir að liðin hafi nokkurn vegin skipst á að skora bjuggu gestirnir sér hægt og rólega til sjö stiga forskot. Það var þó eitthvað í loftinu í Þorlákshöfn sem lét viðstadda vita að hvorugt liðið myndi nokkrun tíman ná að stinga af og heimamenn jöfnuðu metin jafn harðan á ný. Stólaarnir leiddu með einu stigi þegar komið var að lokaleikhlutanum, staðan 55-56. Ekki minnkaði spennan í fjórða og seinasta leikhluta leiksins þar sem gestirnir náðu þó upp fimm stiga forskoti og héldu því fyrstu mínúturnar. Þórsarar skoruðu þá sex stig í röð og tóku forystuna, áður en liðin skiptust að manni fannst óteljandi oft á forystunni. Það var því við hæfi að staðan eftir leikhlutana fjóra væri jöfn, 83-83, og því þurfti að grípa til framlengingar. Framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skiptust oft á forystunni, en á lokamínútunni setti Vincent Shahid niður fjögur víti í röð og kom heimamönnum í þriggja stiga forskot þegar 22 sekúndur voru eftir. Gestirnir náðu ekki að nýta sér seinustu sekúndur leiksins og niðurstaðan varð naumur þriggja stiga sigur Þórsara, 93-90. Af hverju vann Þór? Gamla góða klisjan um að Þórsarar hafi viljað sigurinn meira á líklega ekki við því það var augljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið lögðu hjarta og sál í leik kvöldsins. Þegar klisjurnar virka ekki er ágætt að skoða tölfræðina og þar má sjá að heimamenn voru yfir í flestum tölfræðiþáttum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Woods var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir gestina og reyndist Þórsurum oft á tíðum mjög erfiður. Það gerði Sigtryggur Arnar Björnsson einnig, en hann endaði með 21 stig, þar af 11 í fyrsta leikhluta. Hjá Þórsurum voru það þeir sömu og oft áður sem drógu vagninn. Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson skoruðu 23 og 20 stig, Shahid gaf auk þess níu stoðsendingar og Styrmir varði þrjú skot. Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Garðabæinn að viku liðinni og mæta Stjörnunni í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni og Stólarnir taka á móti föllnum KR-ingum deginum áður. Pavel: Stundum er þetta bara 40 mínútur af góðum körfubolta og annað liðið vann Pavel Ermolinskij tók nýverið við þjálfun Tindastóls. Hann var sáttur með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap.VÍSIR/BÁRA „Ég sé þetta ábyggilega bara eins og fólkið heima og hérna í húsinu. Þetta var bara mjög góður körfuboltaleikur og mér fannst bæði lið spila mjög vel í dag,“sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að leik loknum. „Þú getur reynt að rembast við að finna einhverjar útskýringar fram og til baka en stundum er þetta bara 40 mínútur af góðum körfubolta og annað liðið vann. Það var svolítið það sem gerðist í dag.“ Fyrir leik talaði Pavel um að hann væri að leggja upp með nýjungar í leik kvöldsins og þrátt fyrir tapið var hann ánægður með það sem hann sá frá sínum mönnum. „Ég sá mjög mikið af því já. Ég geng nokkuð sáttur frá borði í dag. Ég held að við töpuðum ekki þessum leik af því að við framkvæmdum ekki það sem við áttum að framkvæma og svo var þetta bara eitt skot til eða frá. Ég tek því alveg.“ „Ég er ekki að fara að týna út úr þessu einhverja litla neikvæða hluti til að reyna að finna einhverja ástæðu fyrir því að við töpuðum. Eins og ég segi var þetta bara einn af þessum körfuboltaleikjum sem spilaðist, og spilaðist vel, og annað liðið vann.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll
Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. Það var úrslitakeppnisbragur yfir leik kvöldsins í Þorlákshöfn. Mikil læti, hart barist og líklega meira leyft en oft áður. Þrátt fyrir að mikill hraði hafi verið í upphafi leiks áttu liðin í nokkrum erfiðleikum með að koma stigum á töfluna. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af í leiknum og gestirnir frá Sauðárkróki náðu mest fjögurra stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en heimamenn jöfnuðu metin og staðan var 17-17 að honum loknum. Þórsarar hófu svo annan leikhluta af miklum krafti og liðið skoraði ellefu stig gegn aðeins tveimur stigum Stólanna á fyrstu mínútum leikhlutans. Pavel Ermolinskij tók þá leikhlé fyrir sína menn og eftir það jafnaðist leikurinn á ný. Þórsarar virtust ætla að fara með öruggt forskot inn í hálfleikinn þegar liðið náði tíu stiga forskoti undir lok annars leikhluta, en gestirnir skoruðu seinustu fimm stig hálfleiksins og staðan var 36-31 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stólarnir tóku þó við forystuhlutverkinu í síðari hálfleik og þrátt fyrir að liðin hafi nokkurn vegin skipst á að skora bjuggu gestirnir sér hægt og rólega til sjö stiga forskot. Það var þó eitthvað í loftinu í Þorlákshöfn sem lét viðstadda vita að hvorugt liðið myndi nokkrun tíman ná að stinga af og heimamenn jöfnuðu metin jafn harðan á ný. Stólaarnir leiddu með einu stigi þegar komið var að lokaleikhlutanum, staðan 55-56. Ekki minnkaði spennan í fjórða og seinasta leikhluta leiksins þar sem gestirnir náðu þó upp fimm stiga forskoti og héldu því fyrstu mínúturnar. Þórsarar skoruðu þá sex stig í röð og tóku forystuna, áður en liðin skiptust að manni fannst óteljandi oft á forystunni. Það var því við hæfi að staðan eftir leikhlutana fjóra væri jöfn, 83-83, og því þurfti að grípa til framlengingar. Framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skiptust oft á forystunni, en á lokamínútunni setti Vincent Shahid niður fjögur víti í röð og kom heimamönnum í þriggja stiga forskot þegar 22 sekúndur voru eftir. Gestirnir náðu ekki að nýta sér seinustu sekúndur leiksins og niðurstaðan varð naumur þriggja stiga sigur Þórsara, 93-90. Af hverju vann Þór? Gamla góða klisjan um að Þórsarar hafi viljað sigurinn meira á líklega ekki við því það var augljóst frá fyrstu mínútu að bæði lið lögðu hjarta og sál í leik kvöldsins. Þegar klisjurnar virka ekki er ágætt að skoða tölfræðina og þar má sjá að heimamenn voru yfir í flestum tölfræðiþáttum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Woods var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir gestina og reyndist Þórsurum oft á tíðum mjög erfiður. Það gerði Sigtryggur Arnar Björnsson einnig, en hann endaði með 21 stig, þar af 11 í fyrsta leikhluta. Hjá Þórsurum voru það þeir sömu og oft áður sem drógu vagninn. Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson skoruðu 23 og 20 stig, Shahid gaf auk þess níu stoðsendingar og Styrmir varði þrjú skot. Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Garðabæinn að viku liðinni og mæta Stjörnunni í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni og Stólarnir taka á móti föllnum KR-ingum deginum áður. Pavel: Stundum er þetta bara 40 mínútur af góðum körfubolta og annað liðið vann Pavel Ermolinskij tók nýverið við þjálfun Tindastóls. Hann var sáttur með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap.VÍSIR/BÁRA „Ég sé þetta ábyggilega bara eins og fólkið heima og hérna í húsinu. Þetta var bara mjög góður körfuboltaleikur og mér fannst bæði lið spila mjög vel í dag,“sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að leik loknum. „Þú getur reynt að rembast við að finna einhverjar útskýringar fram og til baka en stundum er þetta bara 40 mínútur af góðum körfubolta og annað liðið vann. Það var svolítið það sem gerðist í dag.“ Fyrir leik talaði Pavel um að hann væri að leggja upp með nýjungar í leik kvöldsins og þrátt fyrir tapið var hann ánægður með það sem hann sá frá sínum mönnum. „Ég sá mjög mikið af því já. Ég geng nokkuð sáttur frá borði í dag. Ég held að við töpuðum ekki þessum leik af því að við framkvæmdum ekki það sem við áttum að framkvæma og svo var þetta bara eitt skot til eða frá. Ég tek því alveg.“ „Ég er ekki að fara að týna út úr þessu einhverja litla neikvæða hluti til að reyna að finna einhverja ástæðu fyrir því að við töpuðum. Eins og ég segi var þetta bara einn af þessum körfuboltaleikjum sem spilaðist, og spilaðist vel, og annað liðið vann.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti