Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 07:52 Huanan markaðurinn í Wuhan. Margt bendir til þess að Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn þar. AP/Dake Kang Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. Hópur vísindamanna sótti gögnin þegar þau voru birt en þau innihéldu sýni sem tekin voru í og við umdeildan markað í borginni Wuhan í Kína eftir að Nýja kórónuveiran stakk þar fyrst upp kollinum. Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist þessum markaði, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur, sem bera gjarnan kórónuveirur. Kínverskir embættismenn létu farga dýrunum í upphafi faraldursins, áður en hægt var að rannsaka þau. Umrædd sýni eiga þó að hafa verið tekin úr búrum dýra á markaðnum, borðum, kerrum og öðru. Erfðaefni úr marðarhundum og Covid-19 fundust í sömu sýnunum frá markaðnum. Það þykir gefa til kynna að sýkt dýr hafi verið á markaðnum.AP/Chika Tsukumo Vísindamenn sem skoðað hafa gögnin segja þau gefa til kynna að veiran hafi mögulega borist í menn í gegnum Marðarhunda (e. Raccoon dog) sem eru refir sem líkjast þvottabjörnum og bera gjarnan kórónuveirur. Í frétt New York Times segir að hópur vísindamanna hafi nýlega kynnt niðurstöður rannsóknar þeirra á gögnunum fyrir rannsóknarteymi WHO sem leitar uppruna Covid-19. Kínverskir vísindamenn hafa áður sagt að sýni sem tekin voru á markaðnum hafi sýnt að veiran hafi borist þangað með veiku fólki en ekki dýrum. „Þessum gögnum, hefði verið hægt að deila og átti að deila, fyrir þremur árum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO í gær. Hann sagði að yfirvöld í Kína ættu að opinbera gögnin hið snarasta. Ummæli Ghebreyesusar má heyra hér að neðan. Hann byrjaði að tala um gögnin eftir rúmar fimm mínútur. LIVE: Media briefing on #COVID19 and other global health issues with @DrTedros https://t.co/tFmuOgLYM0— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 17, 2023 Vísindamenn sem NYT ræddi við segja mörgum spurningum ósvarað um gögnin og sýnin, eins og nákvæmlega hvar þau voru tekin, hvað þau innihéldu og af hverju gögnin birtust á netinu og voru svo fjarlægð aftur. Það vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kom fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörgum spurningum er ósvarað um gögnin og sýnin. Einn vísindamaður sem NYT ræddi við um áðurnefnd gögn sagði að þau sönnuðu ekki að uppruna Covid-19 mætti rekja til marðarhunda en þau gefi sterklega til kynna að sýktir marðarhundar hafi í búrum í markaðnum. „Þetta vekur upp fleiri spurningar um hvað yfirvöld í Kína vita.“ Allir sem rætt var við voru sammála um að þetta styrki þær kenningar um að veiran hafi fyrst borist úr dýrum í menn en ekki lekið af rannsóknarstofu. Án upprunalega dýrsins sem veiran barst úr, er þó erfitt að segja það með fullvissu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36 Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Hópur vísindamanna sótti gögnin þegar þau voru birt en þau innihéldu sýni sem tekin voru í og við umdeildan markað í borginni Wuhan í Kína eftir að Nýja kórónuveiran stakk þar fyrst upp kollinum. Veiran greindist fyrst í fólki sem tengdist þessum markaði, þar sem dýr voru seld og þar á meðal leðurblökur, sem bera gjarnan kórónuveirur. Kínverskir embættismenn létu farga dýrunum í upphafi faraldursins, áður en hægt var að rannsaka þau. Umrædd sýni eiga þó að hafa verið tekin úr búrum dýra á markaðnum, borðum, kerrum og öðru. Erfðaefni úr marðarhundum og Covid-19 fundust í sömu sýnunum frá markaðnum. Það þykir gefa til kynna að sýkt dýr hafi verið á markaðnum.AP/Chika Tsukumo Vísindamenn sem skoðað hafa gögnin segja þau gefa til kynna að veiran hafi mögulega borist í menn í gegnum Marðarhunda (e. Raccoon dog) sem eru refir sem líkjast þvottabjörnum og bera gjarnan kórónuveirur. Í frétt New York Times segir að hópur vísindamanna hafi nýlega kynnt niðurstöður rannsóknar þeirra á gögnunum fyrir rannsóknarteymi WHO sem leitar uppruna Covid-19. Kínverskir vísindamenn hafa áður sagt að sýni sem tekin voru á markaðnum hafi sýnt að veiran hafi borist þangað með veiku fólki en ekki dýrum. „Þessum gögnum, hefði verið hægt að deila og átti að deila, fyrir þremur árum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO í gær. Hann sagði að yfirvöld í Kína ættu að opinbera gögnin hið snarasta. Ummæli Ghebreyesusar má heyra hér að neðan. Hann byrjaði að tala um gögnin eftir rúmar fimm mínútur. LIVE: Media briefing on #COVID19 and other global health issues with @DrTedros https://t.co/tFmuOgLYM0— World Health Organization (WHO) (@WHO) March 17, 2023 Vísindamenn sem NYT ræddi við segja mörgum spurningum ósvarað um gögnin og sýnin, eins og nákvæmlega hvar þau voru tekin, hvað þau innihéldu og af hverju gögnin birtust á netinu og voru svo fjarlægð aftur. Það vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kom fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Margar rannsóknarstofur er að finna í Wuhan og er í nokkrum þeirra unnið að rannsóknum á kórónuveirum. Á svæðinu er mikið af leðurblökum og öðrum dýrum sem bera þessar veirur. Veirurnar hafa verið til rannsóknar í Wuhan um árabil vegna áhyggja, sem kviknuðu við faraldur fuglaflensunnar á árum áður, að kórónuveirur gætu valdið næsta faraldri, samkvæmt AP fréttaveitunni. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörgum spurningum er ósvarað um gögnin og sýnin. Einn vísindamaður sem NYT ræddi við um áðurnefnd gögn sagði að þau sönnuðu ekki að uppruna Covid-19 mætti rekja til marðarhunda en þau gefi sterklega til kynna að sýktir marðarhundar hafi í búrum í markaðnum. „Þetta vekur upp fleiri spurningar um hvað yfirvöld í Kína vita.“ Allir sem rætt var við voru sammála um að þetta styrki þær kenningar um að veiran hafi fyrst borist úr dýrum í menn en ekki lekið af rannsóknarstofu. Án upprunalega dýrsins sem veiran barst úr, er þó erfitt að segja það með fullvissu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36 Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42 Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Skilur ekki hvernig Persónuvernd komst að niðurstöðunni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir úrskurð Persónuverndar sem héraðsdómur felldi úr gildi í dag vera furðulegan. Fyrirtækið hafi einungis verið að sinna því verkefni sem sóttvarnalæknir fól þeim. 16. mars 2023 18:36
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15. mars 2023 07:42
Covid hafi líklega sloppið út af rannsóknarstofu Bandaríska orkustofnunin telur líklegt að Covid hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Kína. Lekinn hafi ekki verið með vilja gerður. 26. febrúar 2023 22:08