Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 13:34 Af landsfundinum í gær. Jana Salóme er lengst til vinstri. Mynd/VG Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, flutti ávarp þegar fundurinn hófst í gærkvöldi. Hún stappaði stálinu í félagsmenn en fundurinn fer fram í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna vegna óánægju með afgreiðslu útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Kallað var úr sal í miðri ræðu Katrínar, þar sem hún var sökuð um lygar, en sá reyndist ekki vera meðlimur hreyfingarinnar. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er fundarstjóri og sækist einnig eftir embætti ritara hreyfingarinnar en hún segir stemninguna þrátt fyrir allt góða. „Ég met það svo að hér séu allir komnir til þess að vinna úr stefnumálum og að betri framtíð,“ segir Jana en aðspurð um hvort úrsagnirnar hafa áhrif segir hún: „Við sjáum auðvitað á eftir góðum félögum en hver verður að fylgja sinni sannfæringu og við virðum það, en í VG hefur alltaf verið talað opinskátt og allar raddir fá að heyrast og það hefur ekkert breyst núna.“ Vikið var að útlendingafrumvarpinu, ásamt öðrum málum, í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi þar sem fólk hafði ýmislegt að segja. Áfram sé fólk í flokknum sem sé að einhverju leyti ósátt. „Það er held ég bara eðlilegt, við erum partur af fjölbreyttri hreyfingu og við erum ekki alltaf öll sammála um allt,“ segir Jana. Orkustefna tekin upp í fyrsta sinn Stefnur flokksins voru kynntar nú í hádeginu og verða afgreiddar síðar í dag en þar er eitthvað um nýjar stefnur. „Við erum að taka upp orkustefnu í fyrsta skipti sem er mjög spennandi af því að við viljum afla orku á sjálfbæran hátt. Síðan erum við einnig með stefnu um málefni fatlaðs fólks sem kemur auðvitað beint inn á lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og inngildingu í samfélagið,“ segir Jana. „Ég held að það séu svona þær tvær stefnur sem eru nýbreytni hjá okkur og tala sterkt inn í málefni núverandi stundar,“ segir hún enn fremur. Áfram sé byggt að fjórum grunnstoðum flokksins, um umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, alþjóðlegt friðarríki og kvenfrelsi. „Það hefur ekkert breyst. Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar, allir kjörnir fulltrúar, vinna daglega að þeim stefnumálum sem við mörkum okkur á landsfundi, sem er auðvitað æðsta vald hreyfingarinnar,“ segir Jana. Nýr ritari og nýr gjaldkeri taka sæti í stjórn Landsfundurinn hófst líkt og áður segir í gær en honum lýkur á morgun. Meðal dagskráliða í dag eru ávörp frá fundargestum og pallborð um erindi félagshyggju á ófriðartímum, sem hófst klukkan 13:30 og er streymt í beinni. Um klukkan þrjú fer fram kosning til stjórnar en Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru ein í framboði til formanns og varaformanns þar sem ekkert mótframboð barst. Nýr ritari verður þó kjörinn, þar sem núverandi ritari flokksins, Sóley Björk Stefánsdóttir, sækist ekki eftir endurkjöri. Þá verður nýr gjaldkeri kjörinn í stað Rúnars Gíslasonar sem sækist heldur ekki eftir endurkjöri. Jana Salóme er önnur þeirra sem sækist eftir stöðu ritara en Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum, sækist einnig eftir embættinu. Tvö framboð bárust einnig í embætti gjaldkera, það eru Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri. Þrettán gefa kost á sér í stöðu meðstjórnanda, þau Andrés Skúlason, Álfheiður Ingadóttir, Einar Bergmundur, Elín Björk Jónasdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hólmfríður Árnadóttir, Klara Mist Pálsdóttir, Maarit Kaipainen, Maria Maack, Ólafur Kjartansson, Óli Halldórsson og Pétur Heimisson Á morgun verður þá kosnir fjörutíu fulltrúar og tíu varamenn í flokksráð en framboðsfrestur rennur út síðdegis. Vinstri græn Akureyri Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, flutti ávarp þegar fundurinn hófst í gærkvöldi. Hún stappaði stálinu í félagsmenn en fundurinn fer fram í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna vegna óánægju með afgreiðslu útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Kallað var úr sal í miðri ræðu Katrínar, þar sem hún var sökuð um lygar, en sá reyndist ekki vera meðlimur hreyfingarinnar. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er fundarstjóri og sækist einnig eftir embætti ritara hreyfingarinnar en hún segir stemninguna þrátt fyrir allt góða. „Ég met það svo að hér séu allir komnir til þess að vinna úr stefnumálum og að betri framtíð,“ segir Jana en aðspurð um hvort úrsagnirnar hafa áhrif segir hún: „Við sjáum auðvitað á eftir góðum félögum en hver verður að fylgja sinni sannfæringu og við virðum það, en í VG hefur alltaf verið talað opinskátt og allar raddir fá að heyrast og það hefur ekkert breyst núna.“ Vikið var að útlendingafrumvarpinu, ásamt öðrum málum, í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi þar sem fólk hafði ýmislegt að segja. Áfram sé fólk í flokknum sem sé að einhverju leyti ósátt. „Það er held ég bara eðlilegt, við erum partur af fjölbreyttri hreyfingu og við erum ekki alltaf öll sammála um allt,“ segir Jana. Orkustefna tekin upp í fyrsta sinn Stefnur flokksins voru kynntar nú í hádeginu og verða afgreiddar síðar í dag en þar er eitthvað um nýjar stefnur. „Við erum að taka upp orkustefnu í fyrsta skipti sem er mjög spennandi af því að við viljum afla orku á sjálfbæran hátt. Síðan erum við einnig með stefnu um málefni fatlaðs fólks sem kemur auðvitað beint inn á lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og inngildingu í samfélagið,“ segir Jana. „Ég held að það séu svona þær tvær stefnur sem eru nýbreytni hjá okkur og tala sterkt inn í málefni núverandi stundar,“ segir hún enn fremur. Áfram sé byggt að fjórum grunnstoðum flokksins, um umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, alþjóðlegt friðarríki og kvenfrelsi. „Það hefur ekkert breyst. Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar, allir kjörnir fulltrúar, vinna daglega að þeim stefnumálum sem við mörkum okkur á landsfundi, sem er auðvitað æðsta vald hreyfingarinnar,“ segir Jana. Nýr ritari og nýr gjaldkeri taka sæti í stjórn Landsfundurinn hófst líkt og áður segir í gær en honum lýkur á morgun. Meðal dagskráliða í dag eru ávörp frá fundargestum og pallborð um erindi félagshyggju á ófriðartímum, sem hófst klukkan 13:30 og er streymt í beinni. Um klukkan þrjú fer fram kosning til stjórnar en Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru ein í framboði til formanns og varaformanns þar sem ekkert mótframboð barst. Nýr ritari verður þó kjörinn, þar sem núverandi ritari flokksins, Sóley Björk Stefánsdóttir, sækist ekki eftir endurkjöri. Þá verður nýr gjaldkeri kjörinn í stað Rúnars Gíslasonar sem sækist heldur ekki eftir endurkjöri. Jana Salóme er önnur þeirra sem sækist eftir stöðu ritara en Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum, sækist einnig eftir embættinu. Tvö framboð bárust einnig í embætti gjaldkera, það eru Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri. Þrettán gefa kost á sér í stöðu meðstjórnanda, þau Andrés Skúlason, Álfheiður Ingadóttir, Einar Bergmundur, Elín Björk Jónasdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hólmfríður Árnadóttir, Klara Mist Pálsdóttir, Maarit Kaipainen, Maria Maack, Ólafur Kjartansson, Óli Halldórsson og Pétur Heimisson Á morgun verður þá kosnir fjörutíu fulltrúar og tíu varamenn í flokksráð en framboðsfrestur rennur út síðdegis.
Vinstri græn Akureyri Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54