Eins og lokatölur gefa til kynna var sigurinn í öruggara lagi og kláraði Rytas leikinn svo gott sem strax í þriðja leikhluta. Elvar Már spilaði rúmar 22 mínútur í leiknum og skoraði 12 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók eitt frákast.
Eftir sigur dagsins er Rytas í 2. sæti efstu deildar í Litáen með 17 sigra í 22 leikjum. Er liðið aðeins einum sigurleik á eftir toppliði Zalgaris.