Hafðu samband ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undirmönnuð) Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir skrifar 20. mars 2023 08:31 Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun