167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2023 11:34 Langri sögu Credit Suisse er lokið. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images) 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. Tilkynnt var um helgina að stærsti banki Sviss, bankinn UBS, myndi taka yfir nærststærsta banka Sviss, umræddan Credit Suisse. Samruninn er að undirlagi svissneskra yfirvalda sem hafa liðkað mjög fyrir samrunanum, enda talið að „stjórnlaust fall Credit Suisse myndi hafa óútreiknanlegar afleiðingar á landið og alþjóðlega fjármálakerfið,“ eins og haft var eftir Alain Berset forseta Sviss, á blaðamannafundi í gær þar sem samningurinn var tilkynntur. Kaupverðið er um þrír milljarðar dollarar, sem er lægri upphæð en markaðsvirði Credit Suisse (CS), var fyrir helgi, enda hefur hlutabréfaverð bankans fallið mjög í dag. Vandræðabarn bankakerfisins Saga CS er afskaplega löng og um er að ræða einn helsta bankann í alþjóðafjármálakerfinu. Bankinn rekur sögu sína aftur til ársins 1856 þegar hann var stofnaður til að fjármagna stækkun lestarkerfisins í Sviss. Bankinn hefur sérhæft sig í að þjónusta vellauðuga viðskiptavini um heim allan og er af þeim sökum talin vera kerfislega mikilvægur banki, sem er ein af ástæðum þess að svissnesk yfirvöld lögðu mikla áherslu á að bjarga bankanum. En þrátt fyrir langa sögu bankans hafa síðustu ár reynst bankanum afar erfið. Í viðtali við mbl.is um helgina lýsti greinandinn Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, bankanum sem tossanum í bekknum. Orð hans eru endurómuð í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að litið hafi verið á bankann undanfarin ár sem vandræðabarn fjármálakerfisins Órói undanfarinna vikna á alþjóðlegum fjármálamarkaði hefur reynst bankanum erfiður. Fall tveggja banka í Bandaríkjunum hafa gert fjárfesta óstyrka sem haft hefur sín áhrif, þar með á Credit Suisse. Yfirlýsing frá Sádí-Arabíu kom sér illa Þar sem bankinn stóð óstyrkum fótum áður en núverandi órói skall á reyndist hann illa í stakk búinn til að glíma við áföll. Í frétt Wall Street Journal er vísað í að staða Credit Suisse hafi orðið dökk í vikunni þegar stærsti einstaki hluthafi bankans, Saudi National Bank, tilkynnti að hann myndi ekki auka við hlut sinn í Credit Suisse. Þetta kom sér illa fyrir svissneska bankann á ögurstundu þegar áhyggjur af stöðu bankans höfðu farið vaxandi, áður en yfirlýsing Saudi National Bank var birt. Yfirlýsingin var eins og olía á eldinn og efasemdir fjárfesta um lífvænleika bankans fóru vaxandi. Hlutabréfaverð bankans féll í vikunni og fjárfestar tóku sér í auknum mæli stöðu gegn bankanum. Evrópski seðlabankinn brást við með því að veita bankanum umfangsmikla björgunarlínu í formi milljarða dollara lánalínu. Það samsvarar til 7.700 milljarða króna. Um sexföld fjárlög íslenska ríkisins. En allt kom fyrir ekki og um helgina var ákveðið að UBS tæki yfir bankann, sem fyrr segir. Gríðarlegt tap Nýleg vandræði bankans hafa verið rakin til þriggja þátta á undanförnum árum, þó að tína mætti fleiri þætti til. Mikils taps vegna lélegra fjárfestinga og brottfall viðskiptavina. Bankinn hefur á undanförnum árum tapað gríðarlega háum fjárhæðum vegna viðskipta við tvo fyrirtæki. Greensill Capital og Archegos Capital sem fóru bæði á hausinn á nærri sama tíma, í mars 2021. Fjallað var um vandræðasögu Credit Suisse á Vísi í febrúar á síðasta ári. Greensill Capital var breskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í svokölluðum reikningakaupum (faktoring). Félagið fór laglega á hausinn fyrir tveimur árum síðan eftir að lánadrottnar þess bökkuðu út úr stuðningi við fyrirtækið vegna mikilla viðskipta við stálfyrirtækið GFG Alliance. Þegar það fyrirtæki lenti í vandræðum lenti Greensill í vandræðum. Talið er að Greensill hafi verið í um fimm milljara dollara viðskiptum við GFG. Credit Suisse var einn af helstu fjármögnunaraðilum Greensill og tapaði háum fjárhæðum á gjaldþroti þess. Í febrúar var greint frá því að svissneski bankinn væri að reyna að endurheimta tíu milljara dollara vegna gjaldþrotsins. Það var eftir að bankinn sagðist hafa endurheimt 7,4 milljarða dollara. Svissneska fjármálaeftirlitið hefur sagt að Credit Suisse hafi brotið alvarlega gegn skyldum bankans með viðskiptunum við Greensill, sérstaklega með tilliti til áhættustjórnunar. Stjarnfræðilegt tap á tveimur dögum Bankinn brenndi sig einnig illa á stjarnfræðilegu falli bandaríska vogunarsjóðsins Archegos Capital. Sjóðurinn féll saman á tveimur dögum í mars árið 2021. Talið hefur verið að sjóðurinn hafi verið mjög skuldsettur, hafi tekið stöður í félögum fyrir fimmtíu milljarða dollara, þegar eignir hans námu tíu milljörðum dollara. Fimmtíu milljarðar dollara eru um 7 þúsund milljarðar króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja Hörpuna tæplega fjögur hundruð sinnum, svo upphæðin sé sett í samhengi við íslenskar stærðir. Þegar sjóðurinn stóðst ekki veðkallskröfur í lok mars hófu bankar að losa hlutabréfastöður sem þeir höfðu tekið fyrir Archegos, sem meðal annars varð þess valdandi að hlutabréf fjölmiðlarisans ViacomCBS hrundu um 55 prósent. Vísir fjallaði um falll Archegos árið 2021. Talið er að Credit Suisse hafi tapað 5,5 milljörðum dollara á viðskiptum sínum við Archegos, en í rannsóknarskýrslu bankans kemur fram að bankinn telji líklegt að vogunarsjóðurinn hafi blekkt starfsmenn bankans. Til að bæta gráu ofan á svart hefur bankinn á undanförnum árum, samhliða versnandi stöðu hans, verið að glíma við brottfall viðskiptavina. Orðrómur á samfélagsmiðlum síðastliðið haust um að bankinn riðaði til falls, hjálpaði ekki til. Það varð til þess að bankinn hafði samband við tíu þúsund valda viðskiptavini til þess að reyna að sannfæra þá um að bankinn stæði vel. Engu að síður höfðu innistæður í bankanum á síðasta árið skroppið saman um 40 prósent á milli ára. Bankinn tapaði til að mynda 7,3 milljörðum franka á síðasta ári, rétt rúmlega eitt þúsund milljörðum króna. Bankinn var því illa staddur til að glíma við núverandi óróa á fjármálamörkuðum. Því fór sem fór. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Sögulegur og sorglegur dagur sem vonast var til að kæmi aldrei Á blaðamannafundi í Sviss í kvöld var tilkynnt um kaup UBS, stærsta banka Sviss, á Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Upphaflega var talið að kaupverðið væri rúmir tveir milljarðar Bandaríkjadala en nú er ljóst að kaupverðið var nokkuð hærra, um 3,24 milljarðar Bandaríkjadala 19. mars 2023 23:55 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22 Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg. 12. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tilkynnt var um helgina að stærsti banki Sviss, bankinn UBS, myndi taka yfir nærststærsta banka Sviss, umræddan Credit Suisse. Samruninn er að undirlagi svissneskra yfirvalda sem hafa liðkað mjög fyrir samrunanum, enda talið að „stjórnlaust fall Credit Suisse myndi hafa óútreiknanlegar afleiðingar á landið og alþjóðlega fjármálakerfið,“ eins og haft var eftir Alain Berset forseta Sviss, á blaðamannafundi í gær þar sem samningurinn var tilkynntur. Kaupverðið er um þrír milljarðar dollarar, sem er lægri upphæð en markaðsvirði Credit Suisse (CS), var fyrir helgi, enda hefur hlutabréfaverð bankans fallið mjög í dag. Vandræðabarn bankakerfisins Saga CS er afskaplega löng og um er að ræða einn helsta bankann í alþjóðafjármálakerfinu. Bankinn rekur sögu sína aftur til ársins 1856 þegar hann var stofnaður til að fjármagna stækkun lestarkerfisins í Sviss. Bankinn hefur sérhæft sig í að þjónusta vellauðuga viðskiptavini um heim allan og er af þeim sökum talin vera kerfislega mikilvægur banki, sem er ein af ástæðum þess að svissnesk yfirvöld lögðu mikla áherslu á að bjarga bankanum. En þrátt fyrir langa sögu bankans hafa síðustu ár reynst bankanum afar erfið. Í viðtali við mbl.is um helgina lýsti greinandinn Snorri Jakobsson, eigandi Jakobsson Capital, bankanum sem tossanum í bekknum. Orð hans eru endurómuð í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að litið hafi verið á bankann undanfarin ár sem vandræðabarn fjármálakerfisins Órói undanfarinna vikna á alþjóðlegum fjármálamarkaði hefur reynst bankanum erfiður. Fall tveggja banka í Bandaríkjunum hafa gert fjárfesta óstyrka sem haft hefur sín áhrif, þar með á Credit Suisse. Yfirlýsing frá Sádí-Arabíu kom sér illa Þar sem bankinn stóð óstyrkum fótum áður en núverandi órói skall á reyndist hann illa í stakk búinn til að glíma við áföll. Í frétt Wall Street Journal er vísað í að staða Credit Suisse hafi orðið dökk í vikunni þegar stærsti einstaki hluthafi bankans, Saudi National Bank, tilkynnti að hann myndi ekki auka við hlut sinn í Credit Suisse. Þetta kom sér illa fyrir svissneska bankann á ögurstundu þegar áhyggjur af stöðu bankans höfðu farið vaxandi, áður en yfirlýsing Saudi National Bank var birt. Yfirlýsingin var eins og olía á eldinn og efasemdir fjárfesta um lífvænleika bankans fóru vaxandi. Hlutabréfaverð bankans féll í vikunni og fjárfestar tóku sér í auknum mæli stöðu gegn bankanum. Evrópski seðlabankinn brást við með því að veita bankanum umfangsmikla björgunarlínu í formi milljarða dollara lánalínu. Það samsvarar til 7.700 milljarða króna. Um sexföld fjárlög íslenska ríkisins. En allt kom fyrir ekki og um helgina var ákveðið að UBS tæki yfir bankann, sem fyrr segir. Gríðarlegt tap Nýleg vandræði bankans hafa verið rakin til þriggja þátta á undanförnum árum, þó að tína mætti fleiri þætti til. Mikils taps vegna lélegra fjárfestinga og brottfall viðskiptavina. Bankinn hefur á undanförnum árum tapað gríðarlega háum fjárhæðum vegna viðskipta við tvo fyrirtæki. Greensill Capital og Archegos Capital sem fóru bæði á hausinn á nærri sama tíma, í mars 2021. Fjallað var um vandræðasögu Credit Suisse á Vísi í febrúar á síðasta ári. Greensill Capital var breskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í svokölluðum reikningakaupum (faktoring). Félagið fór laglega á hausinn fyrir tveimur árum síðan eftir að lánadrottnar þess bökkuðu út úr stuðningi við fyrirtækið vegna mikilla viðskipta við stálfyrirtækið GFG Alliance. Þegar það fyrirtæki lenti í vandræðum lenti Greensill í vandræðum. Talið er að Greensill hafi verið í um fimm milljara dollara viðskiptum við GFG. Credit Suisse var einn af helstu fjármögnunaraðilum Greensill og tapaði háum fjárhæðum á gjaldþroti þess. Í febrúar var greint frá því að svissneski bankinn væri að reyna að endurheimta tíu milljara dollara vegna gjaldþrotsins. Það var eftir að bankinn sagðist hafa endurheimt 7,4 milljarða dollara. Svissneska fjármálaeftirlitið hefur sagt að Credit Suisse hafi brotið alvarlega gegn skyldum bankans með viðskiptunum við Greensill, sérstaklega með tilliti til áhættustjórnunar. Stjarnfræðilegt tap á tveimur dögum Bankinn brenndi sig einnig illa á stjarnfræðilegu falli bandaríska vogunarsjóðsins Archegos Capital. Sjóðurinn féll saman á tveimur dögum í mars árið 2021. Talið hefur verið að sjóðurinn hafi verið mjög skuldsettur, hafi tekið stöður í félögum fyrir fimmtíu milljarða dollara, þegar eignir hans námu tíu milljörðum dollara. Fimmtíu milljarðar dollara eru um 7 þúsund milljarðar króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að byggja Hörpuna tæplega fjögur hundruð sinnum, svo upphæðin sé sett í samhengi við íslenskar stærðir. Þegar sjóðurinn stóðst ekki veðkallskröfur í lok mars hófu bankar að losa hlutabréfastöður sem þeir höfðu tekið fyrir Archegos, sem meðal annars varð þess valdandi að hlutabréf fjölmiðlarisans ViacomCBS hrundu um 55 prósent. Vísir fjallaði um falll Archegos árið 2021. Talið er að Credit Suisse hafi tapað 5,5 milljörðum dollara á viðskiptum sínum við Archegos, en í rannsóknarskýrslu bankans kemur fram að bankinn telji líklegt að vogunarsjóðurinn hafi blekkt starfsmenn bankans. Til að bæta gráu ofan á svart hefur bankinn á undanförnum árum, samhliða versnandi stöðu hans, verið að glíma við brottfall viðskiptavina. Orðrómur á samfélagsmiðlum síðastliðið haust um að bankinn riðaði til falls, hjálpaði ekki til. Það varð til þess að bankinn hafði samband við tíu þúsund valda viðskiptavini til þess að reyna að sannfæra þá um að bankinn stæði vel. Engu að síður höfðu innistæður í bankanum á síðasta árið skroppið saman um 40 prósent á milli ára. Bankinn tapaði til að mynda 7,3 milljörðum franka á síðasta ári, rétt rúmlega eitt þúsund milljörðum króna. Bankinn var því illa staddur til að glíma við núverandi óróa á fjármálamörkuðum. Því fór sem fór.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Sögulegur og sorglegur dagur sem vonast var til að kæmi aldrei Á blaðamannafundi í Sviss í kvöld var tilkynnt um kaup UBS, stærsta banka Sviss, á Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Upphaflega var talið að kaupverðið væri rúmir tveir milljarðar Bandaríkjadala en nú er ljóst að kaupverðið var nokkuð hærra, um 3,24 milljarðar Bandaríkjadala 19. mars 2023 23:55 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22 Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg. 12. ágúst 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sögulegur og sorglegur dagur sem vonast var til að kæmi aldrei Á blaðamannafundi í Sviss í kvöld var tilkynnt um kaup UBS, stærsta banka Sviss, á Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Upphaflega var talið að kaupverðið væri rúmir tveir milljarðar Bandaríkjadala en nú er ljóst að kaupverðið var nokkuð hærra, um 3,24 milljarðar Bandaríkjadala 19. mars 2023 23:55
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47
Umfangsmikill gagnaleki frá Credit Suisse Upplýsingar um viðskiptavini svissneska bankans Credit Suisse hafa litið dagsins ljós í umfangsmiklum gagnaleka. Um er að ræða um þrjátíu þúsund viðskiptavini sem eiga ríflega eitt hundrað milljarða franka í bankanum. 20. febrúar 2022 18:22
Maðurinn sem tapaði tuttugu milljörðum dollara á einu bretti bíður átekta Bill Hwang, maðurinn sem stýrði hinum lítt þekkta vogunarsjóði Archegos Capital, sem fór á hausinn með hvelli í vor, bíður nú átekta og leitar svara við spurningunni um hvað fór úrskeiðis. Yfirvöld rannsaka málið auk banka sem töpuðu á viðskiptunum. Hwang virðist þó vera hinn rólegasti, ef marka má umfjöllun Bloomberg. 12. ágúst 2021 07:01