Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar 20. mars 2023 19:31 Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun