Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 08:00 Ravel Morrison lék með DC United á síðustu leiktíð en missti svo sæti sitt í hópnum. Getty/Andrew Katsampes Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn