Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 22. mars 2023 09:30 Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun