Tony Knapp er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 13:01 Tony Knapp hleypur hér inn á Villa Park fyrir leik með Southampton á móti Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Getty/ V. Fowler Knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp er látinn en hann varð 86 ára gamall. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á kortið undir hans stjórn á áttunda áratugnum og vann sína fyrstu sigra í undankeppnum stórmóta. Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira