Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 20:01 Að minnsta kosti einn maður lést og um 25 særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús í borginni Zaporizhzhia í dag. Þeirra á meðal eru tvö börn. AP/Kateryna Klochko Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Að minnsta kosti einn maður lést í árásinni og tuttugu og fimm særðust. Þeirra á meðal eru tvö börn að sögn borgarstjóra. Gífurleg eyðilegging varð á húsinu. Borgin er um 100 kílómetra frá Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sem Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að sé tifandi tímasprengja vegna tíðra stórskotaliðs- og eldflaugaárása í nágrenninu. Rússar hafa þrætt fyrir að þeir ráðist á íbúðabyggð þótt fallbyssuskot og eldflaugar þeirra hafni á íbúðarhúsum á hverjum degi. Þeir segja flugskeytið í dag hafa verið frá loftvarnakerfi Úkraínumanna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu situr fyrir á sjálfu með hermanni í Donetsk héraði í dag.forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenski forseti Úkraínu heimsótti vígstöðvarnar í Donetsk í austurhéruðum landsins í dag og heiðraði særða hermenn eftir átökin um borgina Bakhmut. Hann heimsótti einnig herspítala í Donetsk þar sem hann heiðraði einnig hermenn og þakkaði hjúkrunarliði fyrir þeirra störf. „Mig langar að þakka ykkur fagmennsku ykkar og vinnu. Þar til við sigrum þurfum við að bjarga lífi þeirra sem verja landið. Þið verjið landamæri landsins. Ég óska ykkur góðrar heilsu og bið ykkur að skila bestu kveðjum til strákanna og stelpnanna á landamærunum," sagði Zelensky.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57 Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands en Biden sagði augljóst að svo væri. 18. mars 2023 09:57
Ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu Bandaríkjamenn segja ekki trúverðugt að Kínverjar miðli málum í Úkraínu. „Það er ekki á neinn hátt raunhæft að ætla Kínverjum að vera hlutlausir,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, í gær. 22. mars 2023 07:11