Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2023 10:14 M. Evan Corcoran, lögmaður Trumps. AP/Jose Luis Magana Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. Þetta er niðurstaða alríkisáfrýjunardómstóls en Corcoran hafi reynt að komast hjá því að þurfa að afhenda skjölin og bera vitni. Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsóknina hafa um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir samskipti Corcorans og Trumps. Kröfuna hafa þeir byggt á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem snýr að því að þeir telji Corcoran hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Í frétt New York Times segir að saksóknarar leggi sérstaka áherslu á skjöl sem snúa að yfirlýsingu sem Corcoran sendi frá sér síðasta vor þar sem hann hélt því fram að umfangsmikil leit hafði verið gerð í Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída, að þar væri engin leynileg gögn að finna lengur. Sú yfirlýsing reyndist alfarið röng, enda fannst mikið magn opinberra og leynilegra skjala og gagna í vörslu Trumps í húsleitinni í ágúst. Húsleitin var gerð eftir margra mánaða tilraunir til að endurheimta skjölin með góðu. Sjá einnig: Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt NYT segir saksóknara vilja komast að því hvað Trump sjálfur hafi vitað um yfirlýsinguna og hvort hann hafi komið að því að semja hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þetta er niðurstaða alríkisáfrýjunardómstóls en Corcoran hafi reynt að komast hjá því að þurfa að afhenda skjölin og bera vitni. Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsóknina hafa um nokkuð skeið reynt að koma höndum yfir samskipti Corcorans og Trumps. Kröfuna hafa þeir byggt á lagaákvæði um lögmannatrúnað sem snýr að því að þeir telji Corcoran hafa veitt Trump ráð eða þjónustu varðandi það að fremja glæp. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst í fyrra. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Fram hefur komið að af þessum þrettán þúsund skjölum eru um hundrað þeirra ríkisleyndarmál og sum þeirra sögð mjög mikilvæg leyndarmál. Sjá einnig: Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Í frétt New York Times segir að saksóknarar leggi sérstaka áherslu á skjöl sem snúa að yfirlýsingu sem Corcoran sendi frá sér síðasta vor þar sem hann hélt því fram að umfangsmikil leit hafði verið gerð í Mar a Lago, sveitarklúbbi og heimili Trumps í Flórída, að þar væri engin leynileg gögn að finna lengur. Sú yfirlýsing reyndist alfarið röng, enda fannst mikið magn opinberra og leynilegra skjala og gagna í vörslu Trumps í húsleitinni í ágúst. Húsleitin var gerð eftir margra mánaða tilraunir til að endurheimta skjölin með góðu. Sjá einnig: Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt NYT segir saksóknara vilja komast að því hvað Trump sjálfur hafi vitað um yfirlýsinguna og hvort hann hafi komið að því að semja hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Sérstakur ákærudómstóll sem var kallaður saman til þess að rannsaka tilraunir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 í Georgíu telur að sum vitni hafi framið meinsæri. Hann mælir með að saksóknari gefi út ákærur. 16. febrúar 2023 17:51
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33
Dómarar veita Trump enn eitt höggið Áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í dómsmálinu gegn honum vegna leynilegu skjalanna í Mar-a-Lago. Þrír alríkisdómarar sem skipa áfrýjunardómstólinn gagnrýndu einnig dómara sem úrskurðaði áður Trump í vil en sá dómari var skipaður í embætti af Trump. 2. desember 2022 11:24
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42