Umfjöllun og viðtal: Haukar - Grótta 27-28 | Flautumark heldur vonum Gróttu á lífi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. mars 2023 21:05 vísir/Snædís Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. Grótta byrjaði leikinn betur og náði strax forystu. Daníel Andri Valtýsson var í stuði í marki Gróttu á móti líflausum sóknarleik Hauka. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var staðan 7-10 fyrir Gróttu. Sóknarleikur Hauka var ragur í fyrri hálfleik á meðan Grótta hélt áfram að auka forystuna hægt og rólega. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddi Grótta með fimm mörkum 13-18. Haukar byrjuðu töluvert betur í seinni hálfleik og áttu þeir 4-0 kafla á fyrstu tíu mínútunum. Það var Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu sem átti fyrsta mark Gróttu í seinni hálfleiks eftir tíu mínútna leik. Haukar minnkuðu muninn en á köflum en alltaf náði Grótta að stoppa þá af. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn seinni hálfleik var staðan jöfn 19-19. Grótta náði aftur að bíta Haukana frá sér en þegar um mínúta var til leiksloka voru Haukarnir komnir einu marki yfir 26-25. Lokasóknin var hreint ótrúleg. Stefán Rafn Sigurmannsson skorar mark fyrir Hauka. Rekistefna myndaðist á milli dómaranna og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðjuna á fyrir Gróttu. Grótta skoraði úr lokasókninni og eftir miklar viðræður við dómara borðið dæmdu þeir markið af Haukum og mark Gróttu gilt. Grótta vann því með einu marki 27-28. Afhverju vann Grótta? Þeir byrjuðu leikinn virkilega vel og náðu tökum strax á fyrstu mínútu. Þeir voru agaðir á öllum vígstöðum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik náðu þeir að ná vopnum sínum saman og unnu að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með níu mörk. Jakob Ingi Stefánsson var með fimm mörk. Daníel Andri Valtýsson varði vel í markinu og endaði með sjö varin skot. Guðmundur Bragi Ástþórsson stóð upp úr í Haukaliðinu og var með sjö mörk í kvöld. Hvað gekk illa? Haukar mættu illa til leiks og var sóknarleikurinn þeirra í fyrri hálfleik ekki upp á marga fiska. Þegar þeir komu sér í ágætisstöðu fóru þeir að kasta boltanum aftur frá sér og virtist koma stress á sóknarleikinn þeirra. Varnarlega stóðu þeir illa og fengu því litla sem enga markvörslu í kvöld. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram næstu helgi. Grótta fær ÍBV í heimsókn á laugardaginn kl 14:00. Haukar sækja Val heim einnig á laugardaginn kl 18:00. Róbert Gunnarsson: Við getum þakkað fyrir að náð í þessi ótrúlegu tvö stig Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með eins marks sigur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum heldur Grótta í vonina að ná 8. sæti deildarinnar og taka þar með þátt í úrslitakeppninni. „Mér líður náttúrulega mjög vel, ég er virkilega ánægður að hafa náð í þessi tvö stig, þau eru mjög mikilvæg fyrir okkur. Ég óskaði eftir baráttu fyrir leik og ég fékk hana. Ég er mjög ánægður með það og ég er ánægður með liðsheildina. Ég er búin að segja þetta í allan vetur, þetta eru frábærir strákar og allir af vilja gerðir. Við náðum að framkvæma það sem að við vildum í dag.“ „Auðvitað hefði ég viljað að við hefðum ekki misst forskotið svona auðveldlega niður í byrjun seinni hálfleiks. Það er náttúrulega svekkjandi, ég var að vonast að við myndum ná að halda áfram með þessa stjórn en Haukarnir komu miklu grimmari til leiks í seinni hálfleik og spiluðu virkilega vel. Við getum þakkað fyrir að náð í þessi ótrúlegu tvö stig en ég er ánægður með það.“ Grótta var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik áttu þeir erfitt uppdráttar og skoruðu þeir ekki mark fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins. „Við náðum ekki að opna þá, þeir spiluðu frábæra fimm einn vörn, Stebbi kom fyrir framan og truflaði þetta meira. Við urðum aðeins ragir og hættum að þora. Það er svolítið mikilvægt þegar maður er að spila handbolta, að þora. Finna jafnvægið að þora og vera skynsamur, það er mjög erfitt, erfið lína að finna. Það kom sem betur fer eftir tíu mínútur. Það er spurning hvort að ég hefði átt að bregðast við með einhverju öðru en það er alltaf hægt að vera klókur eftir á.“ Þessi úrslit eru virkilega mikilvæg fyrir Gróttu upp á að halda sér á lífi og sagði Róbert að strákarnir þurfa að mæta svona í næsta verkefni sem er á móti ÍBV. „Þetta þýðir náttúrulega það að við erum ennþá með líflínu. Við þurfum að treysta á úrslit en þannig við erum ennþá á lífi, ef við hefðum tapað þá hefði þetta verið búið. Við erum á lífi og það er okkar að halda áfram, við þurfum að mæta svona í gríðarlega erfitt verkefni í næsta leik. Við þurfum aftur að fara vel yfir andstæðinginn og gera hlutina eins vel og við getum.“ Olís-deild karla Haukar Grótta
Grótta vann eins marks sigur á Haukum er liðin mættust í 19. umferð í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið en sigurinn gaf Gróttu sem er í 9. sæti deildarinnar líflínu fyrir úrslitakeppnina. Grótta byrjaði leikinn betur og náði strax forystu. Daníel Andri Valtýsson var í stuði í marki Gróttu á móti líflausum sóknarleik Hauka. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var staðan 7-10 fyrir Gróttu. Sóknarleikur Hauka var ragur í fyrri hálfleik á meðan Grótta hélt áfram að auka forystuna hægt og rólega. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddi Grótta með fimm mörkum 13-18. Haukar byrjuðu töluvert betur í seinni hálfleik og áttu þeir 4-0 kafla á fyrstu tíu mínútunum. Það var Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu sem átti fyrsta mark Gróttu í seinni hálfleiks eftir tíu mínútna leik. Haukar minnkuðu muninn en á köflum en alltaf náði Grótta að stoppa þá af. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn seinni hálfleik var staðan jöfn 19-19. Grótta náði aftur að bíta Haukana frá sér en þegar um mínúta var til leiksloka voru Haukarnir komnir einu marki yfir 26-25. Lokasóknin var hreint ótrúleg. Stefán Rafn Sigurmannsson skorar mark fyrir Hauka. Rekistefna myndaðist á milli dómaranna og annar dæmdi línu á meðan hinn dæmdi miðjuna á fyrir Gróttu. Grótta skoraði úr lokasókninni og eftir miklar viðræður við dómara borðið dæmdu þeir markið af Haukum og mark Gróttu gilt. Grótta vann því með einu marki 27-28. Afhverju vann Grótta? Þeir byrjuðu leikinn virkilega vel og náðu tökum strax á fyrstu mínútu. Þeir voru agaðir á öllum vígstöðum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik náðu þeir að ná vopnum sínum saman og unnu að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Gróttu var Birgir Steinn Jónsson atkvæðamestur með níu mörk. Jakob Ingi Stefánsson var með fimm mörk. Daníel Andri Valtýsson varði vel í markinu og endaði með sjö varin skot. Guðmundur Bragi Ástþórsson stóð upp úr í Haukaliðinu og var með sjö mörk í kvöld. Hvað gekk illa? Haukar mættu illa til leiks og var sóknarleikurinn þeirra í fyrri hálfleik ekki upp á marga fiska. Þegar þeir komu sér í ágætisstöðu fóru þeir að kasta boltanum aftur frá sér og virtist koma stress á sóknarleikinn þeirra. Varnarlega stóðu þeir illa og fengu því litla sem enga markvörslu í kvöld. Hvað gerist næst? Næsta umferð fer fram næstu helgi. Grótta fær ÍBV í heimsókn á laugardaginn kl 14:00. Haukar sækja Val heim einnig á laugardaginn kl 18:00. Róbert Gunnarsson: Við getum þakkað fyrir að náð í þessi ótrúlegu tvö stig Róbert Gunnarsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með eins marks sigur á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum heldur Grótta í vonina að ná 8. sæti deildarinnar og taka þar með þátt í úrslitakeppninni. „Mér líður náttúrulega mjög vel, ég er virkilega ánægður að hafa náð í þessi tvö stig, þau eru mjög mikilvæg fyrir okkur. Ég óskaði eftir baráttu fyrir leik og ég fékk hana. Ég er mjög ánægður með það og ég er ánægður með liðsheildina. Ég er búin að segja þetta í allan vetur, þetta eru frábærir strákar og allir af vilja gerðir. Við náðum að framkvæma það sem að við vildum í dag.“ „Auðvitað hefði ég viljað að við hefðum ekki misst forskotið svona auðveldlega niður í byrjun seinni hálfleiks. Það er náttúrulega svekkjandi, ég var að vonast að við myndum ná að halda áfram með þessa stjórn en Haukarnir komu miklu grimmari til leiks í seinni hálfleik og spiluðu virkilega vel. Við getum þakkað fyrir að náð í þessi ótrúlegu tvö stig en ég er ánægður með það.“ Grótta var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik áttu þeir erfitt uppdráttar og skoruðu þeir ekki mark fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins. „Við náðum ekki að opna þá, þeir spiluðu frábæra fimm einn vörn, Stebbi kom fyrir framan og truflaði þetta meira. Við urðum aðeins ragir og hættum að þora. Það er svolítið mikilvægt þegar maður er að spila handbolta, að þora. Finna jafnvægið að þora og vera skynsamur, það er mjög erfitt, erfið lína að finna. Það kom sem betur fer eftir tíu mínútur. Það er spurning hvort að ég hefði átt að bregðast við með einhverju öðru en það er alltaf hægt að vera klókur eftir á.“ Þessi úrslit eru virkilega mikilvæg fyrir Gróttu upp á að halda sér á lífi og sagði Róbert að strákarnir þurfa að mæta svona í næsta verkefni sem er á móti ÍBV. „Þetta þýðir náttúrulega það að við erum ennþá með líflínu. Við þurfum að treysta á úrslit en þannig við erum ennþá á lífi, ef við hefðum tapað þá hefði þetta verið búið. Við erum á lífi og það er okkar að halda áfram, við þurfum að mæta svona í gríðarlega erfitt verkefni í næsta leik. Við þurfum aftur að fara vel yfir andstæðinginn og gera hlutina eins vel og við getum.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti