Ísak: Getum bara kennt sjálfum okkur um Kári Mímisson skrifar 23. mars 2023 22:27 Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR. Vísir/Bára Dröfn Ísak Máni Wium var svekktur eftir að í ljós kom að ÍR er fallið úr Subway-deild karla í körfuknattleik. Hann býst við að vera áfram þjálfari liðsins. „Þetta er auðvitað bara leiðinlegt, liðið vissi ekki af neinu fyrr en í lok leiks. Þetta er hins vegar bara okkur sjálfum að kenna. Þegar við setjum örlög okkar í hendur Blika þá er það nú kannski ekki vænlegt til árangurs. Við gerðum okkar á vellinum og fyrir það er ég stoltur af liðinu,“ sagði Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR eftir sigur hans manna gegn Keflavík nú í kvöld. Það var ljóst í fyrri hálfleik að lið ÍR væri fallið úr Subway-deild karla þegar Höttur sigraði Breiðablik fyrr í kvöld. ÍR fór hins vegar með sigur úr leiknum og spilaði glæsilega. Hvað skóp sigurinn hér í kvöld? „Liðið er búið að ná að samstilla sig ótrúlega vel eftir að við misstum út Massarelli. Það tók tíma, eðlilega, enda frábær leikmaður. Þetta er í þriðja skiptið í síðustu fjórum leikjum sem við fáum solid frammistöðu frá allskonar mönnum í liðinu.” Pældu ekkert í leiknum hjá Hetti. „Að sjálfsögðu pældum við bara í okkar leik, annars held ég að við hefðum bara tapað, hefðum við vitað í hálfleik að leikurinn skipti ekki máli. Þetta var bara þvílíkt hjarta og ég get eiginlega ekki alveg undirstrikað það hvað ég var ánægður með hvernig menn komu til leiks.“ „Á sama tíma getum við bara kennt okkur sjálfum um þrátt fyrir að hafa sýnt solid frammistöðu stóran hluta vetrar, þá voru það svona leikir sem við höfðum ekki verið að ná að klára. Vonandi, sama hvernig liðið er samsett, er þetta ekki komið til að vera og menn læra af þessum vetri. ” En hvert er framhaldið hjá Ísaki. Heldur hann áfram með liðið nú þegar það er ljóst að ÍR leikur í 1. deild að ári? „Ég er allavega með samning áfram. Það er ekki nema menn vilji prófa eitthvað nýtt þá skoðum við það.” Subway-deild karla ÍR Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara leiðinlegt, liðið vissi ekki af neinu fyrr en í lok leiks. Þetta er hins vegar bara okkur sjálfum að kenna. Þegar við setjum örlög okkar í hendur Blika þá er það nú kannski ekki vænlegt til árangurs. Við gerðum okkar á vellinum og fyrir það er ég stoltur af liðinu,“ sagði Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR eftir sigur hans manna gegn Keflavík nú í kvöld. Það var ljóst í fyrri hálfleik að lið ÍR væri fallið úr Subway-deild karla þegar Höttur sigraði Breiðablik fyrr í kvöld. ÍR fór hins vegar með sigur úr leiknum og spilaði glæsilega. Hvað skóp sigurinn hér í kvöld? „Liðið er búið að ná að samstilla sig ótrúlega vel eftir að við misstum út Massarelli. Það tók tíma, eðlilega, enda frábær leikmaður. Þetta er í þriðja skiptið í síðustu fjórum leikjum sem við fáum solid frammistöðu frá allskonar mönnum í liðinu.” Pældu ekkert í leiknum hjá Hetti. „Að sjálfsögðu pældum við bara í okkar leik, annars held ég að við hefðum bara tapað, hefðum við vitað í hálfleik að leikurinn skipti ekki máli. Þetta var bara þvílíkt hjarta og ég get eiginlega ekki alveg undirstrikað það hvað ég var ánægður með hvernig menn komu til leiks.“ „Á sama tíma getum við bara kennt okkur sjálfum um þrátt fyrir að hafa sýnt solid frammistöðu stóran hluta vetrar, þá voru það svona leikir sem við höfðum ekki verið að ná að klára. Vonandi, sama hvernig liðið er samsett, er þetta ekki komið til að vera og menn læra af þessum vetri. ” En hvert er framhaldið hjá Ísaki. Heldur hann áfram með liðið nú þegar það er ljóst að ÍR leikur í 1. deild að ári? „Ég er allavega með samning áfram. Það er ekki nema menn vilji prófa eitthvað nýtt þá skoðum við það.”
Subway-deild karla ÍR Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum