Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 10:07 Bandaríkjamenn hafa lengi notað MQ-9 Reaper dróna til árása í Mið-Austurlöndum og víðar. EPA/Rio Rosado Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur. Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur.
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03