Umfjöllun: Hörður - FH 30-40 | FH-ingar ekki í neinum vandræðum með Hörð Andri Már Eggertsson skrifar 25. mars 2023 15:10 Vísir/Hulda Margrét FH vann öruggan tíu marka útisigur gegn Herði 30-40. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti FH um gír í seinni hálfleik og Hörður átti engin svör. Hörður sem er fallið úr efstu deild byrjaði betur og komst tveimur mörkum yfir í upphafi leiks. Sú forysta stóð ekki lengi yfir því Jóhannes Berg Andrason svaraði með tveimur mörkum í röð og jafnaði leikinn. Jafnræði var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútum fyrri hálfleiks þar sem liðin skiptust á mörkum. Í stöðunni 9-9 náðu gestirnir úr Hafnarfirði betri tökum á leiknum. Heimamenn voru í vandræðum með varnarleik FH. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan það sem eftir var fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleiks var 13-16. Miðað við byrjun FH í seinni hálfleik er hægt að gefa sér það að Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hafi lesið yfir sínum mönnum í hálfleik og óskað eftir kraftmeiri frammistöðu þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir. FH byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og valtaði yfir heimamenn sem vissu sennilega ekki hvort þeir væru þátttakendur í leiknum eða ekki. FH skoraði fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og var staðan orðin 13-21. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, horfði upp á þessa útreið í tíu mínútur áður en hann tók leikhlé og þá voru gestirnir tíu mörkum yfir 18-28. Seinni hálfleikurinn hélt áfram að vera skemmtileg skotæfing fyrir FH-inga sem enduðu á að skora fjörutíu mörk og unnu tíu marka sigur 30-40. Af hverju vann FH? FH var þremur mörkum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa ekki lagt mikið í leikinn. Í seinni hálfleik var töluvert meiri kraftur í FH-ingum sem settu tóninn strax á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks með því að skora fimm mörk í röð og kláruðu einfaldlega leikinn. Hverjir stóðu upp úr? FH rúllaði vel á hópnum sem skilaði fjörutíu mörkum úr öllum áttum. Alls komust tólf leikmenn á blað en Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur með sex mörk. Jóhannes Berg Andrason var líflegasti maður FH í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði fjögur mörk. Jóhannes Berg endaði á að gera fimm mörk. Hvað gekk illa? Byrjun Harðar í seinni hálfleik var skelfileg og þar tapaðist leikurinn. FH skoraði fimm mörk í röð og eftir það átti Hörður aldrei möguleika á að fá eitthvað út úr leiknum. Hvað gerist næst? FH fær KA í heimsókn næsta föstudag klukkan 18:00. Laugardaginn 1. apríl mætast Fram og Hörður í Úlfarsárdal klukkan 18:15. Olís-deild karla FH Hörður
FH vann öruggan tíu marka útisigur gegn Herði 30-40. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti FH um gír í seinni hálfleik og Hörður átti engin svör. Hörður sem er fallið úr efstu deild byrjaði betur og komst tveimur mörkum yfir í upphafi leiks. Sú forysta stóð ekki lengi yfir því Jóhannes Berg Andrason svaraði með tveimur mörkum í röð og jafnaði leikinn. Jafnræði var með liðunum á fyrstu tuttugu mínútum fyrri hálfleiks þar sem liðin skiptust á mörkum. Í stöðunni 9-9 náðu gestirnir úr Hafnarfirði betri tökum á leiknum. Heimamenn voru í vandræðum með varnarleik FH. Gestirnir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan það sem eftir var fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleiks var 13-16. Miðað við byrjun FH í seinni hálfleik er hægt að gefa sér það að Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hafi lesið yfir sínum mönnum í hálfleik og óskað eftir kraftmeiri frammistöðu þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir. FH byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og valtaði yfir heimamenn sem vissu sennilega ekki hvort þeir væru þátttakendur í leiknum eða ekki. FH skoraði fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og var staðan orðin 13-21. Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, horfði upp á þessa útreið í tíu mínútur áður en hann tók leikhlé og þá voru gestirnir tíu mörkum yfir 18-28. Seinni hálfleikurinn hélt áfram að vera skemmtileg skotæfing fyrir FH-inga sem enduðu á að skora fjörutíu mörk og unnu tíu marka sigur 30-40. Af hverju vann FH? FH var þremur mörkum yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa ekki lagt mikið í leikinn. Í seinni hálfleik var töluvert meiri kraftur í FH-ingum sem settu tóninn strax á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks með því að skora fimm mörk í röð og kláruðu einfaldlega leikinn. Hverjir stóðu upp úr? FH rúllaði vel á hópnum sem skilaði fjörutíu mörkum úr öllum áttum. Alls komust tólf leikmenn á blað en Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur með sex mörk. Jóhannes Berg Andrason var líflegasti maður FH í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði fjögur mörk. Jóhannes Berg endaði á að gera fimm mörk. Hvað gekk illa? Byrjun Harðar í seinni hálfleik var skelfileg og þar tapaðist leikurinn. FH skoraði fimm mörk í röð og eftir það átti Hörður aldrei möguleika á að fá eitthvað út úr leiknum. Hvað gerist næst? FH fær KA í heimsókn næsta föstudag klukkan 18:00. Laugardaginn 1. apríl mætast Fram og Hörður í Úlfarsárdal klukkan 18:15.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti