Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. mars 2023 15:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir þau líklega munu afgreiða málið frá sér einhvern tímann undir vorið. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40
„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42
Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01