Kynningu á fjármálaáætlun frestað um óákveðinn tíma Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. mars 2023 15:34 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir þau líklega munu afgreiða málið frá sér einhvern tímann undir vorið. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun verður ekki kynnt á fundi fjárlaganefndar á mánudag líkt og áður stóð til. Þetta staðfestir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar. Hún bendir á að ríkisstjórnin hefur afgreitt málið frá sér og því sé líklega um frágangsatriði að ræða. Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey. Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ekki hefur verið boðað hvenær kynningin muni fara fram. „Hvenær hún verður veit ég ekki nákvæmlega, fjármálaráðuneytið er auðvitað með þetta í sínum höndum og það er held ég bara verið að slá þessu inn í kerfið eins og sagt er. Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst um það, að það gengur hægar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Bjarkey. Það sé ákveðið tímaspursmál að nefndin geti tekið málið fyrir. „Fjárlaganefndin þarf auðvitað tíma og þess vegna þarf þetta að fara að koma fram sem allra fyrst, það er engin launung á því. Við erum líka bara fyrst og fremst að senda málið út til umsagnar, ræða það í þinginu og fá hagaðila til þess að koma með athugasemdir á þetta. Síðan taka auðvitað við heimsóknir eins og hefðbundið er þannig við afgreiðum þetta einhvern tímann undir vorið,“ segir Bjarkey. Efnahagsmálin hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið í ljósi mikillar verðbólgu og stöðugra stýrivaxtahækkana. Margir hafa kallað eftir aukinni aðkomu stjórnvalda en innihald fjármálaáætlunar liggur ekki fyrir. „Ég tel að það hljóti að þurfa að endurspegla bæði tekjuöflun og aðhald í ríkisfjármálum. Við þurfum að einbeita okkur líka að því að ná niður hallanum, og auðvitað verðbólgunni líka, til að koma okkur á réttan kjöl. Það er forgangsmál,“ segir Bjarkey.
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40 „Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42 Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. 23. mars 2023 19:40
„Getum ekki beðið eftir neinum öðrum“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir augljóst að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að stíga stórt skref til þess að ná tökum á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti um eitt prósentustig. Hann segir hjálp við það verkefni úr öðrum áttum vel þegna en Seðlabankinn geti ekki beðið eftir að aðrir grípi til aðgerða. 22. mars 2023 10:42
Vill skattkerfisbreytingu og húsnæðisstuðning til að spyrna við stýrivaxtahækkun Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í vegna stýrivaxtahækkana og koma almenningi til hjálpar. Dæmi eru um að afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað um hundrað þúsund krónur á mánuði undanfarið árið. 22. mars 2023 20:01