Trump hóf kosningabaráttuna með kór uppreisnarmanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 10:14 Trump hlýðir á kór uppreisnarmanna við upphaf fjöldafundar í Waco í Texas í gær. Fyrir aftan hann voru sýndar myndir frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. AP/Evan Vucci Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann. Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Trump fögnuðu honum á flugvelli við borgina Waco í Texas í gær. Borgin varð alræmd fyrir blóðug átök sértrúarsafnaðar við alríkisyfirvöld fyrir að verða þrjátíu árum. Hátt í áttatíu manns létu lífið í þeim átökum sem bandaríski hægriöfgamenn líta á sem dæmi um ofríki alríkisstjórnarinnar. Samkoman hófst á því að kór fólks sem var handtekið og fangelsað fyrir sinn þátt í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar árið 2021 söng lag sem hét „Réttlæti fyrir alla“. Trump stóð með hönd á hjarta undir laginu en á skjá fyrir aftan hann voru sýndar myndir af árásinni. „Þið fáið uppreist æru og verðið stolt. Hrottarnir og glæpamennirnir sem spilla réttarkerfinu okkar verða sigraðir, rúnir trausti og algerlega smánaðir,“ sagði Trump. Sakaði Biden-stjórnina um stalínisma Fundurinn fór fram í skugga yfirvofandi ákæru á hendur Trump í New York fyrir þátt hans í að greiða klámleikkonu fyrir að þegja um meint kynferðislegt samband þeirra fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar einnig leyniskjöl sem Trump tók með sér þegar hann lét af embætti og þátt hans í tilraunum til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við. Umdæmissaksóknari í Georgíu rannsakar á sama tíma tilraunir Trump og bandamanna til þess að snúa úrslitunum þar við. Trump lýsti yfir sakleysi sínu, bæði af því að hafa greitt þagnargreiðslu og að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni. Sakaði hann ríkisstjórn Joes Biden forseta um að nota dómskerfið til þess að koma höggi á sig og líkti því við stalínisma án nokkurra raka. Talaði hann um demókrata sem óvini og andstæðinga sína og stuðningsmanna sinna. „Þeir hafa aðeins gert okkur sterkari og 2024 verður lokaorrustan, það verður sú stóra. Ef þið setjið mig aftur í Hvíta húsið verður valdatíð þeirra lokið og Bandaríkin verða frjáls þjóð á ný,“ sagði Trump.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Stefnir stuðningsmönnum til Waco í skugga yfirvofandi ákæru Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar að halda sinn fyrsta fjöldafund í kosningabaráttu sinni í borginni Waco í Texas í dag. Hann hefur undanfarna daga hvatt stuðningsmenn sína til mótmæla og hótað ofbeldi vegna mögulegra ákæra sem hann á yfir höfði sér. 25. mars 2023 11:35