Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Vísir Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55
Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55