Móðir sýknuð af því að sparka í og slá fimm ára son sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 11:55 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað móður af því að hafa sparkað í og slegið fimm ára gamlan son sinn. Það var þáverandi eiginmaður konunnar og faðir drengsins sem tilkynnti um málið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína.
Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira