Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Hulda Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2023 08:30 Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Heilsa Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun