Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 13:43 Skjáskot úr myndbandinu sem ráðuneytið birti í gær. Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Myndbandinu hefur einnig verið dreift af málpípum Kreml og einnig á Twittersíðu sendiráðs Rússlands í Bretlandi, þar sem það er enn aðgengilegt. Myndbandið vakti strax efasemdir þegar það var birt en það á að hafa verið tekið upp þann 24. mars. Konan átti að hafa verið stöðvuð eftir að hún tók fram úr bílalest hermanna. military stop a woman with her baby for allegedly violating traffic rules. After hearing her speak Russian & finding out she is a Muslim, the "brave" Ukrainian: shouts at, threatens, insults her, calls her "pig", scares her baby, fires several shots. #TruthonUkraine @mfa_russia pic.twitter.com/2Gnp5dsVpd— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 27, 2023 Það fyrsta sem vakti efasemdir voru merkingar hermannanna á myndbandinu en þeir voru merktir gulu límbandi. Það eru flestir úkraínskir hermenn ekki sagðir hafa gert um nokkuð skeið. Þá þótti bíllinn þar að auki of hreinn miðað við að hann hafi átt að vera í notkun á víglínum Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Ötulir netverjar voru þó tiltölulega fljótir að sýna bersýnilega fram á að myndbandið væri sviðsett. Það var með því að finna nákvæma staðsetningu þar sem myndbandið var tekið upp. Myndbandið var tekið upp á svæði sem Rússar hafa hernumið í Dónetskhéraði. Svæði sem Rússar hafa stjórnað frá upprunalegri innrás þeirra árið 2014, suður af Makívka og austur af Dónetskborg. Áhugasamir geta séð hvernig upptökustaðurinn fannst í meðfylgjandi Twitter-þræði. GeoConfirmed UKR."2 Ukrainians stopped a car and fires a gun to scare a women and child." This is not Ukrainian military This video is made 30 km's behind the frontline.Russian disinformation, but geolocation by @PStyle0ne1 is on point and GeoConfirmed. 1/13 pic.twitter.com/gewMd6gImq— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) March 27, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar eru gripnir glóðvolgir við fölsun myndefnis seins og þessa myndbands. Meðal annars má nefna tilfelli þar sem Rússar sviðsettu árásir Úkraínumanna á handbendi Rússa í austurhluta Úkraínu. Þá má einnig nefna tilfelli þar sem myndbandi af úkraínskri konu var dreift til fjölmiðla í Rússlandi. Konan var frá Maríupól en á myndbandinu sakaði hún úkraínska hermenn um að bera ábyrgð á dauðum fjölmargra óbreyttra borgara og að Úkraínumenn hefðu gert mannskæðar árásir á sjúkrahús og leikhús, árásir sem Rússar gerðu. Við nánari skoðun kom í ljós að lýsigögn myndbandsins sýndu að það var tekið upp á myndavél í eigu Leyniþjónustu Rússlands (FSB). Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Þá má einnig benda á atvik frá 2017 þegar Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti myndband sem sýna átti Bandaríkjaher vinna með vígamönnum Íslamska ríkisins. Fljótt kom í ljós að myndbandið var sett saman úr öðrum myndböndum og þar á meðal úr stiklu fyrir tölvuleik. Ráðuneytið fjarlægði myndbandið. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Myndbandinu hefur einnig verið dreift af málpípum Kreml og einnig á Twittersíðu sendiráðs Rússlands í Bretlandi, þar sem það er enn aðgengilegt. Myndbandið vakti strax efasemdir þegar það var birt en það á að hafa verið tekið upp þann 24. mars. Konan átti að hafa verið stöðvuð eftir að hún tók fram úr bílalest hermanna. military stop a woman with her baby for allegedly violating traffic rules. After hearing her speak Russian & finding out she is a Muslim, the "brave" Ukrainian: shouts at, threatens, insults her, calls her "pig", scares her baby, fires several shots. #TruthonUkraine @mfa_russia pic.twitter.com/2Gnp5dsVpd— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 27, 2023 Það fyrsta sem vakti efasemdir voru merkingar hermannanna á myndbandinu en þeir voru merktir gulu límbandi. Það eru flestir úkraínskir hermenn ekki sagðir hafa gert um nokkuð skeið. Þá þótti bíllinn þar að auki of hreinn miðað við að hann hafi átt að vera í notkun á víglínum Úkraínu, svo eitthvað sé nefnt. Ötulir netverjar voru þó tiltölulega fljótir að sýna bersýnilega fram á að myndbandið væri sviðsett. Það var með því að finna nákvæma staðsetningu þar sem myndbandið var tekið upp. Myndbandið var tekið upp á svæði sem Rússar hafa hernumið í Dónetskhéraði. Svæði sem Rússar hafa stjórnað frá upprunalegri innrás þeirra árið 2014, suður af Makívka og austur af Dónetskborg. Áhugasamir geta séð hvernig upptökustaðurinn fannst í meðfylgjandi Twitter-þræði. GeoConfirmed UKR."2 Ukrainians stopped a car and fires a gun to scare a women and child." This is not Ukrainian military This video is made 30 km's behind the frontline.Russian disinformation, but geolocation by @PStyle0ne1 is on point and GeoConfirmed. 1/13 pic.twitter.com/gewMd6gImq— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) March 27, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar eru gripnir glóðvolgir við fölsun myndefnis seins og þessa myndbands. Meðal annars má nefna tilfelli þar sem Rússar sviðsettu árásir Úkraínumanna á handbendi Rússa í austurhluta Úkraínu. Þá má einnig nefna tilfelli þar sem myndbandi af úkraínskri konu var dreift til fjölmiðla í Rússlandi. Konan var frá Maríupól en á myndbandinu sakaði hún úkraínska hermenn um að bera ábyrgð á dauðum fjölmargra óbreyttra borgara og að Úkraínumenn hefðu gert mannskæðar árásir á sjúkrahús og leikhús, árásir sem Rússar gerðu. Við nánari skoðun kom í ljós að lýsigögn myndbandsins sýndu að það var tekið upp á myndavél í eigu Leyniþjónustu Rússlands (FSB). Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Þá má einnig benda á atvik frá 2017 þegar Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti myndband sem sýna átti Bandaríkjaher vinna með vígamönnum Íslamska ríkisins. Fljótt kom í ljós að myndbandið var sett saman úr öðrum myndböndum og þar á meðal úr stiklu fyrir tölvuleik. Ráðuneytið fjarlægði myndbandið.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36 NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10 Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35 Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka. 27. mars 2023 15:36
NATO fordæmir „hættulega“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn Atlantshafsbandalagið fordæmir „hættulega og ábyrgðarlausa“ orðræðu Rússa um kjarnorkuvopn. Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað í gær að flytja slík vopn yfir til Hvíta-Rússlands. 26. mars 2023 16:10
Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Starfsmenn Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hafa skrásett fjölda aftaka á stríðsföngum, bæði úkraínskum og rússneskum, í átökunum í Úkraínu. Mun erfiðara sé þó að fá upplýsingar frá Rússum og fá aðgang að föngum í haldi þeirra. 24. mars 2023 14:35
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32