„Óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2023 20:30 Margrét María Ágústsdóttir lærir heimspeki og félagsráðgjöf í Lipscomb háskólanum. Skólinn er í átta mínútna fjarlægð frá Covenant skólanum þar sem skotárás fór fram í gær. vísir Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig hinn 28 ára gamli Audrey Hale réðst inn í Covenant háskólann í Nashville í gær vopnaður tveimur árásarrifflum og skammbyssu áður en hann skaut sex til bana. Meðal fórnarlamba voru skólastjórinn, kennarar og þrjú níu ára börn. Lögregla segir að Hale hafi skipulagt árásina í þaula en á heimili hans fundust teikningar af skólabyggingunni og upplýsingar um öryggisferla. Hann var fyrrverandi nemandi skólans og telur lögregla að hann hafi talið sig eiga harma að hefna og að hann hafi ætlað að láta til skarar skríða á fleiri stöðum. Margrét María Ágústsdóttir er nemandi í háskóla sem staðsettur er í átta mínútna akstursfjarlægð frá Covenant háskólanum. Hún frétti af árásinni í gegnum tölvupóst sem sendur var á nemendur skömmu eftir atburðinn. „Sumir kennarar hættu við tíma en aðrir buðu okkur að lesa fréttir um málið í skólanum. Þannig við vissum ekki alveg hvað var í gangi. Það er óþægilegt þegar eitthvað svona gerist nálægt manni, maður veit ekki alveg hvernig maður á að bregðast við,“ segir Margrét María Ágústsdóttir, nemandi í Lipscomb háskólanum. Skotin til bana af lögreglu Atburðarrásin gerðist hratt en Hale var skotinn til bana af lögreglu fjórtán mínútum eftir að tilkynning barst um árásina. Margrét María segir óþægilegt að vita af svona árás í nágrenninu. Fjöldi skotárása í skólum landsins sé sorgleg staðreynd og því segist Margrét nær alltaf vara um sig í skólanum. „Ég hugsaði náttúrulega strax heim og lét mömmu og pabba vita að þetta væri í gangi svo þau gætu sagt ömmu og afa að það væri í lagi með mig og að ekki væri hætta í mínum skóla. Ég er sjálf í kristnum skóla þannig við báðum fyrir fólkinu sem er að ganga í gegnum þetta.“ Partur af lífinu Tennessee sé alls ekki þekkt fyrir skotárásir í skólum og hefur Margrét fundið fyrir mikilli samstöðu á svæðinu. Viðbrögð Bandaríkjamanna og alþjóðlegra nemenda séu þó gjörólík. Bandarísku nemendurnir hafi lítið kippt sér upp við fréttirnar. „Ef ég hefði ekki frétt af þessu í fréttum þá veit ég ekki hvort mig hefði grunað að eitthvað var í gangi. Gærdagurinn var mjög venjulegur og dagurinn í dag hefur verið mjög venjulegur. Þau tala um nemendurnir sem eru héðan að þetta sé bara partur af lífinu.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25 Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Kona skaut sex til bana í skóla í Nashville Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang. 27. mars 2023 16:25
Árásin þaulskipulögð og skotmörkin mögulega fleiri Hinn 28 ára Audrey E. Hale, sem réðist inn í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær og skaut sex til bana skipulagði árásina í þaula og hugðist láta til skarar skríða á fleiri stöðum, að sögn lögreglu. 28. mars 2023 07:05
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent