„Búið að vera ótrúlegt dæmi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 20:53 Snorri Steinn Guðjónsson var stoltur af sínum mönnum eftir að Valur féll úr leik í Evrópudeildinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tveggja marka tap gegn Göppingen í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn eru nú úr leik í Evrópueildinni eftir samanæagt níu marka tap gegn þýska liðinu í 16-liða úrslitum. „Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
„Tilfinningin er bara beggja blands. Ég er náttúrulega svekktur að hafa ekki gert þetta að meira einvígi, en ég samt stoltur af strákunum í leiknum í kvöld. Þeir voru bara flottir og ég gat ekkert beðið um neitt meira,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Það er náttúrulega líka skrýtin tilfinning að þetta sé búið. Þetta er búið að vera ótrúlegt dæmi, en við leyfum þessu aðeins að „sync-a“ inn og svo bara meltum við þetta þegar það er tíma til þess.“ Valsmenn máttu þola sjö marka tap í fyrri leiknum gegn Göppingen, en Snorri segir að tveggja marka tap í kvöld gefi mögulega betri mynd af muninum á liðunum. „Já og nei. Þetta er líka bara gott lið - atvinnumannalið - og þeir spila þennan leik bara mjög klókt og vita alveg hvað þeir eru mörgum mörkum yfir þannig að það getur vel verið að þeir hafi nálgast þennan leik öðruvísi en ef staðan hefði verið jafnari. Auðvitað er hægt að fara í rosa mikið ef og hefði og ekki hafa áhyggjur af því, ég á eftir að gera það.“ „Auðvitað situr þessi leikur heima í okkur því við vorum bara ekki nógu góðir þar. Við komum okkur sjálfir í þá stöðu, en eins og ég segi þá verður nóg um ef og hefði næstu dagana.“ Þá átti Tryggvi Garðar Jónsson frábæran leik fyrir Val í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir liðið, en Snorri segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. Klippa: Snorri Steinn eftir tapið í Göppingen „Nei, alls ekki. Þetta hefur verið langur aðdragandi fyrir hann og hann er búinn að vera mikið meiddur og þetta er erfið samkeppni og allt það. Við þurfum á þessu að því við erum laskaðir. Hann steig upp í dag og sýndi það að hann á skilið mínútur.“ Viðtalið við Snorra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða