Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2023 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist líta þetta mál, sem fjallar um upplýsingarétt þingsins, afar alvarlegum augum. Vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30