Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2023 17:42 Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar, þingflokksformaður Pírata og formaður Flokks fólksins færðu rök fyrir vantrauststillögunni gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í dag. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í dag fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að ráðherrann hafi brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins og gegn upplýsingarétti Alþingis. Um væri að ræða grafalvarlegt brot sem þingið mætti ekki láta yfir sig ganga. „Við erum lýðveldi með þingbundinni stjórn og það má ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að velja hvaða upplýsingar þeim finnst þingið eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ef við samþykkjum það einu sinni erum við að setja fordæmi sem er ekki bara hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins Íslands,“ sagði Þórhildur. „Ógeðfelld afvegaleiðing“ ráðherra ekki það sem tillagan snúist um Mikil umræða skapaðist um málið á þinginu í gær en þar var ráðherrann sakaður um að hafa brotið í bága við 51. grein þingskapalaga með því að afhenda Alþingi ekki gögn frá Útlendingastofnun um veitingu ríkisborgararéttar haustið 2021, sem nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar höfðu ítrekað kallað eftir. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður PírataVísir/Vilhelm Ráðherrann svaraði því á þann veg að það hafi alltaf staðið til að afhenda gögnin en að fjöldinn hafi tafið fyrir. Aftur á móti sagðist hann vilja skoða möguleg tengsl nefndarfólks við umsækjendur og hvort hinir fyrrnefndu hefðu fengið einhverja þakklætisvotta fyrir vitið. Þó þessi ummæli hafi vakið mikla reiði meðal þingmanna sagði Þórhildur að tillagan snerist um að verja grundvallarstjórnskipan Íslands frekar en einstaka mál. „Hún snýst ekki um veitingu ríkisborgararéttar, hún snýst ekki um Útlendingastofnun. Hún snýst ekki um útlendinga, hvað sem hver segir. Allra síst snýst hún um dylgjur dómsmálaráðherra í garð þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, sem er ein ógeðfelldasta afvegaleiðing sem ég hef orðið vitni að,“ sagði Þórhildur. „Þessi tillaga snýst um það að ráðherra sem brýtur jafn freklega gegn upplýsingarétti almennings getur ekki, má ekki og á ekki að njóta trausts þess sama Alþingis,“ sagði hún enn fremur og tóku aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í sama streng. Meirihlutinn beri ábyrgð líkt og ráðherrann Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Andrés Ingi Jónsson, þingmaður PírataVísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherrann vanvirða Alþingi með því að koma í veg fyrir að Alþingi geti sinnt lögbundnum störfum sínum. Annar þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson, sagði þau hafa orðið vitni af „aumasta yfirklóri Íslandssögunnar“ í gær þegar tveir ráðherrar mættu í pontu. „Mættu þeir báðir, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, gráir fyrir járnum og sögðu að þetta væri nú ekkert tiltökumál, þingið gæti bara étið það sem úti frýs og ráðherrann gert það sem honum sýnist. Það er alveg ljóst að það er engin auðmýkt á þeim bænum, það er einskis að vænta frá Sjálfstæðisflokknum í að standa með Alþingi í þessum slag fyrir þingræðinu,“ sagði Andrés Ingi. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Helga Vala Helgadóttir, þingmaður SamfylkingarinnarVísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að kjörnir fulltrúar virði skýrar reglur um lagalega ábyrgð ráðherra, en pólitísk ábyrgð þeirra gagnvart þinginu lýsi sér þannig að þeir sitji í krafti meirihluta þingmanna. „Þannig má segja að hin pólitíska ábyrgð ráðherra smitist yfir á þingmenn sem veita ráðherra stuðning. Þingræðisregla stjórnarskrárinnar er skýr með þetta. Á meðan meiri hluti þings ver sinn ráðherra ber allur meiri hlutinn ábyrgð á ráðherranum, ekki bara flokkssystkin ráðherrans,“ sagði Helga Vala. Enginn hafinn yfir lög Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Sigmar Guðmundsson, þingmaður ViðreisnarVísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði aðeins gripið til vantrausts þegar mikið liggi við en hann sagði dómsmálaráðherra hafa ekki aðeins brotið lög, heldur væri lögbrotið atlaga að þingræðinu í landinu. Sé hann ósáttur við lög þurfi hann að breyta þeim en ekki brjóta. „Nú þurfa þingmenn allir, sama hvar þeir í flokki eru, sama hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að standa vörð um þingræðið í landinu. Ráðherra getur ekki valið eftir hvaða lögum hann ætlar að fara. Hann getur ekki skammtað Alþingi upplýsingar af eigin geðþótta. Ráðherra á aldrei að hindra Alþingi í störfum sínum. Ráðherra má aldrei hindra Alþingi í störfum sínum. Ráðherra sem það gerir verður að víkja,“ sagði Sigmar. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Inga Sæland, formaður Flokks fólksinsVísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók loks til máls þar sem hún sagðist seint hafa trúað því að þetta yrði staðan en staðan væri engu að síður sú að ráðherrann gangi fram með geðþóttaákvörðun og ákveði að hann sé hafinn yfir lög og reglur. „Hér er enginn hafinn yfir lög og reglur, hvorki hæstvirtur dómsmálaráðherra né nokkurt annað okkar hér. En það að ætla að stíga svona freklega inn í störf löggjafans, hindra okkur í starfi, koma í veg fyrir að við fáum þau gögn sem lögbundið er skv. 51. grein þingskapalaga — það er algerlega skýrt að ráðherrann hefur ekkert umboð og enga heimild til að búa til sérreglur um sjálfan sig og sinn geðþótta. Hann á vinsamlega að fylgja lögum eins og aðrir,“ sagði Inga. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
Þingflokksformenn Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins lögðu í dag fram vantrausttillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að ráðherrann hafi brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins og gegn upplýsingarétti Alþingis. Um væri að ræða grafalvarlegt brot sem þingið mætti ekki láta yfir sig ganga. „Við erum lýðveldi með þingbundinni stjórn og það má ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að velja hvaða upplýsingar þeim finnst þingið eiga rétt á að fá og hverjar ekki. Ef við samþykkjum það einu sinni erum við að setja fordæmi sem er ekki bara hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins Íslands,“ sagði Þórhildur. „Ógeðfelld afvegaleiðing“ ráðherra ekki það sem tillagan snúist um Mikil umræða skapaðist um málið á þinginu í gær en þar var ráðherrann sakaður um að hafa brotið í bága við 51. grein þingskapalaga með því að afhenda Alþingi ekki gögn frá Útlendingastofnun um veitingu ríkisborgararéttar haustið 2021, sem nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar höfðu ítrekað kallað eftir. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður PírataVísir/Vilhelm Ráðherrann svaraði því á þann veg að það hafi alltaf staðið til að afhenda gögnin en að fjöldinn hafi tafið fyrir. Aftur á móti sagðist hann vilja skoða möguleg tengsl nefndarfólks við umsækjendur og hvort hinir fyrrnefndu hefðu fengið einhverja þakklætisvotta fyrir vitið. Þó þessi ummæli hafi vakið mikla reiði meðal þingmanna sagði Þórhildur að tillagan snerist um að verja grundvallarstjórnskipan Íslands frekar en einstaka mál. „Hún snýst ekki um veitingu ríkisborgararéttar, hún snýst ekki um Útlendingastofnun. Hún snýst ekki um útlendinga, hvað sem hver segir. Allra síst snýst hún um dylgjur dómsmálaráðherra í garð þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, sem er ein ógeðfelldasta afvegaleiðing sem ég hef orðið vitni að,“ sagði Þórhildur. „Þessi tillaga snýst um það að ráðherra sem brýtur jafn freklega gegn upplýsingarétti almennings getur ekki, má ekki og á ekki að njóta trausts þess sama Alþingis,“ sagði hún enn fremur og tóku aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í sama streng. Meirihlutinn beri ábyrgð líkt og ráðherrann Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Andrés Ingi Jónsson, þingmaður PírataVísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði ráðherrann vanvirða Alþingi með því að koma í veg fyrir að Alþingi geti sinnt lögbundnum störfum sínum. Annar þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson, sagði þau hafa orðið vitni af „aumasta yfirklóri Íslandssögunnar“ í gær þegar tveir ráðherrar mættu í pontu. „Mættu þeir báðir, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, gráir fyrir járnum og sögðu að þetta væri nú ekkert tiltökumál, þingið gæti bara étið það sem úti frýs og ráðherrann gert það sem honum sýnist. Það er alveg ljóst að það er engin auðmýkt á þeim bænum, það er einskis að vænta frá Sjálfstæðisflokknum í að standa með Alþingi í þessum slag fyrir þingræðinu,“ sagði Andrés Ingi. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Helga Vala Helgadóttir, þingmaður SamfylkingarinnarVísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að kjörnir fulltrúar virði skýrar reglur um lagalega ábyrgð ráðherra, en pólitísk ábyrgð þeirra gagnvart þinginu lýsi sér þannig að þeir sitji í krafti meirihluta þingmanna. „Þannig má segja að hin pólitíska ábyrgð ráðherra smitist yfir á þingmenn sem veita ráðherra stuðning. Þingræðisregla stjórnarskrárinnar er skýr með þetta. Á meðan meiri hluti þings ver sinn ráðherra ber allur meiri hlutinn ábyrgð á ráðherranum, ekki bara flokkssystkin ráðherrans,“ sagði Helga Vala. Enginn hafinn yfir lög Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Sigmar Guðmundsson, þingmaður ViðreisnarVísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði aðeins gripið til vantrausts þegar mikið liggi við en hann sagði dómsmálaráðherra hafa ekki aðeins brotið lög, heldur væri lögbrotið atlaga að þingræðinu í landinu. Sé hann ósáttur við lög þurfi hann að breyta þeim en ekki brjóta. „Nú þurfa þingmenn allir, sama hvar þeir í flokki eru, sama hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að standa vörð um þingræðið í landinu. Ráðherra getur ekki valið eftir hvaða lögum hann ætlar að fara. Hann getur ekki skammtað Alþingi upplýsingar af eigin geðþótta. Ráðherra á aldrei að hindra Alþingi í störfum sínum. Ráðherra má aldrei hindra Alþingi í störfum sínum. Ráðherra sem það gerir verður að víkja,“ sagði Sigmar. Alþingi vantrauststillaga á Jón Gunnarsson lögð fram - Inga Sæland, formaður Flokks fólksinsVísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók loks til máls þar sem hún sagðist seint hafa trúað því að þetta yrði staðan en staðan væri engu að síður sú að ráðherrann gangi fram með geðþóttaákvörðun og ákveði að hann sé hafinn yfir lög og reglur. „Hér er enginn hafinn yfir lög og reglur, hvorki hæstvirtur dómsmálaráðherra né nokkurt annað okkar hér. En það að ætla að stíga svona freklega inn í störf löggjafans, hindra okkur í starfi, koma í veg fyrir að við fáum þau gögn sem lögbundið er skv. 51. grein þingskapalaga — það er algerlega skýrt að ráðherrann hefur ekkert umboð og enga heimild til að búa til sérreglur um sjálfan sig og sinn geðþótta. Hann á vinsamlega að fylgja lögum eins og aðrir,“ sagði Inga.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10 „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. 29. mars 2023 12:10
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30