„Mér finnst þetta bara óábyrgt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2023 22:01 Sigga Dóra fór í mælingu hjá Greenfit fyrir þremur árum síðan. vísir Kona sem fyrir þremur árum fór í blóðmælingu hjá Greenfit segir óábyrgt að starfsmenn fyrirtækisins greini fólk með forstig sjúkdóma líkt og raunin var í hennar tilfelli. Hún segir að á engum tímapunkti hafi henni verið ráðlagt að leita til læknis. Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“ Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Á mánudaginn fjölluðum við um starfsemi Greenfit, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en fólk sem leitar þangað getur farið í svokallaða ástandsskoðun þar sem blóðrannsóknir eru meðal annars framkvæmdar. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi frá landlækni enda segja forsvarsmenn þess að þau veiti ekki heilbrigðisþjónustu. Formaður læknafélagsins kallaði eftir því í frétt okkar að skýra þyrfti betur hvað teljist heilbrigðisþjónusta og hvað ekki enda sé það mat félagsins að það að taka og greina blóðsýni flokkist undir heilbrigðisþjónustu. Eðlilegra væri því ef Greenfit væri undir eftirliti landlæknis. Í kjölfar fréttarinnar sköpuðust miklar umræður um Greenfit. Meðal þeirra sem farið hafa í mælingu hjá fyrirtækinu eru Sigríður H. Kristjánsdóttir, alltaf kölluð Sigga Dóra og dóttir hennar sem þá var 23 ára þegar þær tóku þátt í þættinum Kjötætur óskast fyrir tveimur árum. „Og út úr þeim rannsóknum samkvæmt Greenfit þá er ég að stefna hraðbyri í átt að sykursýki tvö og það sem kom meira á óvart er að dóttir okkar var á svipuðum stað og hafði að mér skildist næstu átján mánuði til að taka allt í gegn hjá sér því annars væri hún að horfa upp á það að fá sykursýki tvö,“ segir Sigga Dóra. Þú flokkast með forstig sykursýki „Ég veit ekki hvort þú veist af því en þú ert í rauninni með það háan langtímablóðsykur að þú flokkast með forstig sykursýki,“ segir Lukka Pálsdóttir, stofnandi Greenfit í þættinum Kjötætur óskast sem sýndur var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Sigga Dóra segir að það hafi verið sjokk að heyra niðurstöðurnar. „Ég var á þeim stað að ég var rétt stigin upp úr Covid og öll gildi hjá mér í rugli, en að tuttugu og þriggja ára íþróttakona væri á sama stað, það var sjokkerandi.“ Hún segir að á engum tímapunkti hafi forsvarsmenn Greenfit bent þeim mæðgum á að leita til læknis. Sigga Dóra fer þó með niðurstöðurnar til lækna enda var hún í alls konar rannsóknum á þessum tíma. „Þannig ég fer bæði til hormónasérfræðings og heimilislæknis sem hristu bara hausinn. Þetta væri algjörlega fráleitt og það fauk nú bara í aðra þeirra, hvers konar vinnubrögð þetta eiginlega væru.“ Þremur árum síðar í góðum málum Hún segir að af og til gefi fólk sig á tal við hana og spyrji hvernig hún hafi það í dag eftir þessar sláandi niðurstöður frá Greenfit, eins og hún orðar það, sem sé óþægilegt. „Núna síðast í mars þá var ég spurð að því hvernig ég væri og að það hafi nú verið agalegt að sjá hvað við hefðum komið illa út úr þessum mælingum. Og nú kemur þessi umræða í kjölfarið, þetta stuðar mig aðeins. Ég er ekki á leiðinni að fá sykursýki tvö, dóttir mín ekki heldur. Þetta eru næstum þrjú ár síðan og við erum í góðum málum. Mér finnst þetta bara óábyrgt.“
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Lítur blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum Formaður læknafélagsins segist lítað það alvarlegum augum að fyrirtæki sem sérhæfi sig í heilsufarsmælingum bjóði upp á blóðmælingar og segir nauðsynlegt að skýr skil séu á milli þess hvað telst heilbrigðisþjónusta og hvað ekki. Embætti landlæknis skoðar nú tilkynningar um fyrirtækið. 27. mars 2023 21:00