Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 10:00 Fulltrúar úr fjórum stjórnarandstöðuflokkum á þingi hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira
Flutningsmenn eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir í fjarveru Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar, Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Alþingi á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Þingmenn þessara fjögurra flokka hafa deilt hart á dómsmálaráðherra sem hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengi nauðsynleg gögn til lagasetningar í tengslum við afgreiðslu Alþingis á umsóknum um íslenskan ríkisborgararétt. Jón hafi margsinnis lýst því yfir opinberlega að hann hefði sagt Útlendingastofnun að afhenda allsherjar- og menntamálanefnd ekki gögnin. Umræðan um vantrauststillöguna verður með þeim hætti að þingflokkur fyrsta flutningsmanns, Píratar, fá 15 mínútur og flokkur ráðherrans, Sjálfstæðisflokkurinn einnig. Aðrir þingflokkar fá 12 mínútur. Þingflokkarnir geta innbyrðis ákveðið að skipta tíma sínum á milli ræðumanna og því gætu umferðir í umræðunni orðið tvær eða þrjár. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson.Stöð 2/Sigurjón Reiknað er með að umræðan standi yfir í rúmar tvær klukkustundir. Að henni lokinni verður gengið til atkvæðagreiðslu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir að reikna megi með að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Þá muni margir þingmenn væntanlega vilja gera grein fyrir atkvæði sínu. Atkvæðagreiðslan gæti því staðið yfir í um klukkustund. Í marsmánuði 2018 felldi Alþingi tillögu minnihlutans um vantraust á Sigríði Andersen, sem einnig var dómsmálaráðherra og var það í fyrsta sinn í um sextíu ár sem vantrauststillaga var lögð fram gegn einstaka ráðherra. Vantraust á ríkisstjórn í heild sinni hefur hins vegar nokkrum sinnum verið lagt fram á síðustu áratugum. Mælendaskráin í umræðunum í dag er þessi: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 1. ræða. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. ræða. Katrín Jakobsdóttir, 1. ræða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 1. ræða. Inga Sæland, 1. ræða. Hanna Katrín Friðriksson, 1. ræða. Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 1. ræða. Bjarni Benediktsson, 1. ræða. Orri Páll Jóhannsson, 1. ræða. Helga Vala Helgadóttir, 1. ræða. Eyjólfur Ármannsson, 1. ræða. Sigmar Guðmundsson, 1. ræða. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, 1. ræða. Guðbrandur Einarsson, 1. ræða.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55