Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-118 | Garðbæingar laumuðu sér í úrslitakeppnina Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 21:00 Dagur Kár Jónsson skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. Stjarnan byrjaði betur í kvöld, komust í 4-10 á 3.mínútu. Fljótlega áttaði KR sig á að það væri leikur í gangi og minnkuðu muninn niður í tvö stig á 7.mínútu. Þegar fyrsti leikhluti var allur var munurinn á liðunum 9 stig Stjörnunni í vil. Fyrsti leikhlutinn gaf fyrirheit fyrir það sem koma skyldi. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta betur og minnkuðu niður í eitt stig á 13.mínútu 35-36 þegar Aapeli Elmeri skoraði fallega körfu. Fljótlega var munurinn aftur kominn í 9 stig og Stjarnan komið með öll völd á vellinum. Dagur Kár setti fallegan þrist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og kom Stjörnunni í 46-66. Þegar liðin gengu til búningsklefa var munurinn 20 stig. Lánlausir KR-ingar átti því á brattan að sækja í seinni hálfleik. Áfram var munurinn mikill til að byrja með í þriðja leikhluta. Á 25.mínútu skoraði maðurinn með rándýra nafni, Armani T´bori Moore, og var munurinn 18 stig 56-74. Stjarnan hélt áfram að setja þrista og voru komnir í 30 stiga forystu þegar þriðji leikhluti kláraðist. Á 36.mínútu brutust út fagnaðarlæti á bekk Stjörnunnar því Höttur tapaði á móti ÍR og Stjarnan með 27 stiga forystu, 83-110. Næstu mínútur voru furðulegar því allir í húsinu biðu eftir að leikurinn myndi klárast. KR-ingar löguðu stöðuna þó örlítið fyrir lokaflautið og endaði leikurinn með 18 stiga sigri Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan bar höfuð og herðar yfir KR-inga og sýndu muninn á liðunum. Á köflum var KR nálægt gestunum en á endanum var sigurinn öruggur. KR-ingar voru langt frá því að gera nóg varnarlega til að eiga séns í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Niels Gustav William Gutenius var afkastamikill í kvöld.Vísir/Diego Niels Gustav William Gutenius skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Það er óhætt að segja að hann hafi verið einn allra besti maður vallarins. Dagur Kár Jónsson skoraði, 25 stig, tók tvö fráköst og gaf 4 stoðsendingar, gegn sínum gömlu félögum. Stuðningsmenn KR reyndu að taka Dag úr jafnvægi en það tókst ekki. Hjá heimamönnum var Aapeli Elmeri bestur með 21 stig og 9 fráköst. Liðsfélagi hans Antonio Williams skoraði tveimur stigum meira en var með tvö fráköst og eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? KR gekk illa á löngum köflum í kvöld líkt og oft í vetur. Á köflum sýndu þeir flotta takta en Stjarnan átti of auðvelt með að skora. Varnarlega gekk KR einfaldlega ekki nógu vel. Hvað gerist næst? KR er komið í sumarfrí og geta því einbeitt sér að fyrstu deildinni. Stjarnan fer á Hlíðarenda og mætir Val í fyrsta leik í einvígi liðanna í Origo-höllinni 4.apríl klukkan 18:15. Ingi Þór: „Miði er möguleiki“ Ingi Þór er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur í leikslok. „Við höfum haft þetta í okkar höndum undanfarið. Vorum mjög öflugir í að henda þessu úr höndunum á okkur. Við ætluðum að vera 100% að gera okkar og bíða svo og sjá hvað myndi gerast fyrir austan." Ingi er brattur fyrir einvígið á móti Val og vitnar í Svala Björgvins. „Er Valsarinn Svali Björgvinsson ekki með tilvitnunina miði er möguleiki? Það er bara miði er möguleiki á móti Völsurum. Þeir eru feiki vel mannaðir og líta gríðarlega vel út. Við spiluðum við þá í bikarnum. Við þurfum að fá frammistöðu frá heildinni." Valur lagði Stjörnuna 72-66 í bikarúrslitum í janúar. Ingi var spurður hvað hans lið þyrfti að gera til að eiga möguleika á sigri gegn Hlíðarendaliðinu. „Svipað og við gerðum í bikarúrslitum. Við vorum í fínum takti. Það þarf að brjóta niður varnarmúrinn þeirra og finna leiðir til að skora á þá. Pétur Ingvars sagði að það væri lélegasta sóknarlið í deildinni." Ingi vill meina að Stjarnan geti og þurfi að laga nokkra hluti fyrir úrslitakeppnina. „Lykilstöður hafa verið vonbrigði hjá okkur í vetur. Við erum þremur til fjórum sigrum frá því að vera á þeim stað sem við ætluðum að vera. Við vorum á tímabili að berjast við að falla ekki. Að enda á að vera komnir í úrslitakeppnina er það sem við ætlum að fagna og einbeita okkur að. Við horfum ekkert ofboðslega mikið í baksýnisspegilinn fyrr en úrslitakeppnin er búin." Ingi er uppalinn KR-ingur og tók það nærri sér að liðið sé á leið niður um deild. „Þetta var afar dapur leikur og dapurt að verða vitni að uppeldisfélagi manns falla í fyrsta skipti í sögunni um deild. Mér finnst þetta mjög sorglegt og ekki fagurt að sjá. Helgi Már Magnússon: „Fyrsta deildin er hörku deild“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var ömurlegur körfuboltaleikur frá upphafi til enda. Við vorum rosa flatir og settum stemninguna, Stjarnan að mér fannst féll á köflum niður á okkar orkustig," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir leik. Helgi var beðinn um að telja upp hvað fór úrskeiðis í vetur. Hann vitnaði í leiki í byrjun tímabils. „Það voru leikir í byrjun sem við hefðum getað unnið og komið okkur í þægilegri stöðu. Svo fara töpin að byggjast upp og liðið brotnar. Við reynum að endurskipuleggja okkur." Tveir leikir voru einstaklega svekkjandi í huga Helga. Leikur gegn Breiðabliki og Grindavík. „Blikaleikur sem var tvíframlengdur. Framlengdur leikur við Grindavík þar sem við erum yfir með sjö stigum þegar það er um það bil ein og hálf mínúta eftir. Ef ég man þetta rétt." Markmið KR eru skýr í huga Helga, það er að koma stórveldinu úr Vesturbænum aftur upp í deild þeirra bestu. „Það skiptir ekki máli hvort það sé í einkalífinu, atvinnulífinu eða íþróttum. Ef þú færð högg og dettur niður þá þarf að bregðast við og greina hvað fór úrskeiðis og svo rísa úr því. Það verður verkefni næsta vetrar og vonandi komast upp. Fyrsta deildin er hörku deild." Subway-deild karla KR Stjarnan
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. Stjarnan byrjaði betur í kvöld, komust í 4-10 á 3.mínútu. Fljótlega áttaði KR sig á að það væri leikur í gangi og minnkuðu muninn niður í tvö stig á 7.mínútu. Þegar fyrsti leikhluti var allur var munurinn á liðunum 9 stig Stjörnunni í vil. Fyrsti leikhlutinn gaf fyrirheit fyrir það sem koma skyldi. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta betur og minnkuðu niður í eitt stig á 13.mínútu 35-36 þegar Aapeli Elmeri skoraði fallega körfu. Fljótlega var munurinn aftur kominn í 9 stig og Stjarnan komið með öll völd á vellinum. Dagur Kár setti fallegan þrist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og kom Stjörnunni í 46-66. Þegar liðin gengu til búningsklefa var munurinn 20 stig. Lánlausir KR-ingar átti því á brattan að sækja í seinni hálfleik. Áfram var munurinn mikill til að byrja með í þriðja leikhluta. Á 25.mínútu skoraði maðurinn með rándýra nafni, Armani T´bori Moore, og var munurinn 18 stig 56-74. Stjarnan hélt áfram að setja þrista og voru komnir í 30 stiga forystu þegar þriðji leikhluti kláraðist. Á 36.mínútu brutust út fagnaðarlæti á bekk Stjörnunnar því Höttur tapaði á móti ÍR og Stjarnan með 27 stiga forystu, 83-110. Næstu mínútur voru furðulegar því allir í húsinu biðu eftir að leikurinn myndi klárast. KR-ingar löguðu stöðuna þó örlítið fyrir lokaflautið og endaði leikurinn með 18 stiga sigri Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan bar höfuð og herðar yfir KR-inga og sýndu muninn á liðunum. Á köflum var KR nálægt gestunum en á endanum var sigurinn öruggur. KR-ingar voru langt frá því að gera nóg varnarlega til að eiga séns í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Niels Gustav William Gutenius var afkastamikill í kvöld.Vísir/Diego Niels Gustav William Gutenius skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Það er óhætt að segja að hann hafi verið einn allra besti maður vallarins. Dagur Kár Jónsson skoraði, 25 stig, tók tvö fráköst og gaf 4 stoðsendingar, gegn sínum gömlu félögum. Stuðningsmenn KR reyndu að taka Dag úr jafnvægi en það tókst ekki. Hjá heimamönnum var Aapeli Elmeri bestur með 21 stig og 9 fráköst. Liðsfélagi hans Antonio Williams skoraði tveimur stigum meira en var með tvö fráköst og eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? KR gekk illa á löngum köflum í kvöld líkt og oft í vetur. Á köflum sýndu þeir flotta takta en Stjarnan átti of auðvelt með að skora. Varnarlega gekk KR einfaldlega ekki nógu vel. Hvað gerist næst? KR er komið í sumarfrí og geta því einbeitt sér að fyrstu deildinni. Stjarnan fer á Hlíðarenda og mætir Val í fyrsta leik í einvígi liðanna í Origo-höllinni 4.apríl klukkan 18:15. Ingi Þór: „Miði er möguleiki“ Ingi Þór er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, var temmilega sáttur í leikslok. „Við höfum haft þetta í okkar höndum undanfarið. Vorum mjög öflugir í að henda þessu úr höndunum á okkur. Við ætluðum að vera 100% að gera okkar og bíða svo og sjá hvað myndi gerast fyrir austan." Ingi er brattur fyrir einvígið á móti Val og vitnar í Svala Björgvins. „Er Valsarinn Svali Björgvinsson ekki með tilvitnunina miði er möguleiki? Það er bara miði er möguleiki á móti Völsurum. Þeir eru feiki vel mannaðir og líta gríðarlega vel út. Við spiluðum við þá í bikarnum. Við þurfum að fá frammistöðu frá heildinni." Valur lagði Stjörnuna 72-66 í bikarúrslitum í janúar. Ingi var spurður hvað hans lið þyrfti að gera til að eiga möguleika á sigri gegn Hlíðarendaliðinu. „Svipað og við gerðum í bikarúrslitum. Við vorum í fínum takti. Það þarf að brjóta niður varnarmúrinn þeirra og finna leiðir til að skora á þá. Pétur Ingvars sagði að það væri lélegasta sóknarlið í deildinni." Ingi vill meina að Stjarnan geti og þurfi að laga nokkra hluti fyrir úrslitakeppnina. „Lykilstöður hafa verið vonbrigði hjá okkur í vetur. Við erum þremur til fjórum sigrum frá því að vera á þeim stað sem við ætluðum að vera. Við vorum á tímabili að berjast við að falla ekki. Að enda á að vera komnir í úrslitakeppnina er það sem við ætlum að fagna og einbeita okkur að. Við horfum ekkert ofboðslega mikið í baksýnisspegilinn fyrr en úrslitakeppnin er búin." Ingi er uppalinn KR-ingur og tók það nærri sér að liðið sé á leið niður um deild. „Þetta var afar dapur leikur og dapurt að verða vitni að uppeldisfélagi manns falla í fyrsta skipti í sögunni um deild. Mér finnst þetta mjög sorglegt og ekki fagurt að sjá. Helgi Már Magnússon: „Fyrsta deildin er hörku deild“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára Dröfn „Þetta var ömurlegur körfuboltaleikur frá upphafi til enda. Við vorum rosa flatir og settum stemninguna, Stjarnan að mér fannst féll á köflum niður á okkar orkustig," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir leik. Helgi var beðinn um að telja upp hvað fór úrskeiðis í vetur. Hann vitnaði í leiki í byrjun tímabils. „Það voru leikir í byrjun sem við hefðum getað unnið og komið okkur í þægilegri stöðu. Svo fara töpin að byggjast upp og liðið brotnar. Við reynum að endurskipuleggja okkur." Tveir leikir voru einstaklega svekkjandi í huga Helga. Leikur gegn Breiðabliki og Grindavík. „Blikaleikur sem var tvíframlengdur. Framlengdur leikur við Grindavík þar sem við erum yfir með sjö stigum þegar það er um það bil ein og hálf mínúta eftir. Ef ég man þetta rétt." Markmið KR eru skýr í huga Helga, það er að koma stórveldinu úr Vesturbænum aftur upp í deild þeirra bestu. „Það skiptir ekki máli hvort það sé í einkalífinu, atvinnulífinu eða íþróttum. Ef þú færð högg og dettur niður þá þarf að bregðast við og greina hvað fór úrskeiðis og svo rísa úr því. Það verður verkefni næsta vetrar og vonandi komast upp. Fyrsta deildin er hörku deild."
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum