Hver á að taka við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 30. mars 2023 17:00 KSÍ hefur nú hafið leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar. Vísir Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira