Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2023 06:48 Organistinn er ekki nefndur á nafn í frétt Fréttablaðsins en Sólveig Sigríður hefur verið organisti Digraneskirkju um nokkurt skeið. Vísir/Vilhelm Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar. Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en Sunna er þarna að vísa til þolenda séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem biskup vék frá störfum eftir að nefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni gegn sex konum. „Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl og annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu. Umræddur formaður sóknarnefndar, Valgerður Snæland Jónsdóttir, hefur lýst því yfir að sóknarnefndin vilji fá Gunnar aftur til starfa þrátt fyrir niðurstöðu teymis Þjóðkirkjunnar. Á vefsíðu kirkjunnar er Gunnar skráður í leyfi. Sunna segir málið fordæmalaust en stöðuna sem upp er komin má rekja til fyrirkomulags ráðninga við kirkjur landsins, þar sem biskup skipar presta en sóknarnefndir ráða annað starfsfólk. „Það er ekkert í starfsreglum kirkjunnar sem heimilar biskupsembættinu að hrófla við sóknarnefndum þegar svona mál koma upp og þar liggur vandinn,“ segir Sunna. Samkvæmt Fréttablaðinu staðfesti Valgerður uppsögn Sólveigar Sigríðar en formaður FÍH segir hana hins vegar ógilda, þar sem organistinn hafi verið búin að virkja veikindarétt sinn áður en uppsögnin átti sér stað. Sólveig er ekki fyrsti starfsmaður Digraneskirkju til að fara í veikindaleyfi í kjölfar málsins en Sigríður Sigurðardóttir kirkjuvörður fór í veikindaleyfi í kjölfar atvika sem hún lýsti sem andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu formanns sóknarnefndar.
Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi MeToo Kópavogur Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01 Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Fullyrðingar um hæfi biskups tilraun til að afvegaleiða umræðuna Lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digranesprestakalli, hefur dregið umboð og hæfi biskups í efa og kallað eftir úrskurði forseta kirkjuþings. Biskupsritari gefur lítið fyrir fullyrðingar lögmannsins og segir þær tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 24. janúar 2023 13:01
Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. 24. janúar 2023 06:49