„Myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 08:00 Einar Andri Einarsson þjálfaði Aftureldingu á sínum tíma en þjálfar í dag U-21 árs landslið Íslands. Vísir „Það hefur verið umræða að undanförnu með körfuboltann og útlendingana þar. Olís deildin er í hina áttina, alveg byggð upp á Íslendingum. Þetta er frábær vettvangur fyrir unga og góða leikmenn til að móta sinn leik og verða betri,“ sagði Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar. Stefán Árni var að ræða við Einar Andra Einarsson sem er í dag þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Einar Andri hefur einnig þjálfað í Olís deildinni og þekkir því bæði deildina sem og leikmenn hennar betur en flest. „Ég get bara nefnt sem dæmi að við Róbert Gunnarsson vorum með U-21 árs landsliðið út í Frakklandi um daginn. Vorum að spjalla við Frakkana, þeir með frábært lið og frábæra leikmenn en leikmennirnir þeirra eru margir hverjir bara að spila í varaliðum og akademíu deildum.“ „Þeir kvarta mikið yfir því að þeirra leikmenn séu ekki að spila á nógu háu gæðastigi. Á meðan okkar leikmenn eru að spila í efstu deild hérna, nánast allir með hlutverk og að spila vel. Deildin er að virka eins og maður vill sjá. Auðvitað er mikilvægt að vera með eldri leikmenn sem miðla til þeirra yngri og hjálpa þeim. Þannig að þetta sé samkeppni.“ „Ég myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar,“ bætti Einar Andri við endingu áður en Stefán Árni spurði hversu mikilvægt það væri fyrir leikmenn U-21 árs landsliðsins að fá fullt af mínútum, tækifæri til að gera fullt af mistökum og spila fullorðins handbolta. „Það er náttúrulega bara forsendan og má við þetta bæta að leikmenn eru ekki bara að spila og fá mínútur. Liðin hérna heima eru að vinna vel, þjálfararnir í deildinni eru virkilega flottir og færir. Allir menntaðir með sinn stíl og umgjörðin komin langt. Það hjálpar líka leikmönnum, að vera með góða þjálfara og með góðu umhverfi. Öll liðin eru að gera sitt besta hvað það varðar. Heildarpakkinn er góður,“ sagði Einar Andri að lokum um þetta málefni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Stefán Árni var að ræða við Einar Andra Einarsson sem er í dag þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Einar Andri hefur einnig þjálfað í Olís deildinni og þekkir því bæði deildina sem og leikmenn hennar betur en flest. „Ég get bara nefnt sem dæmi að við Róbert Gunnarsson vorum með U-21 árs landsliðið út í Frakklandi um daginn. Vorum að spjalla við Frakkana, þeir með frábært lið og frábæra leikmenn en leikmennirnir þeirra eru margir hverjir bara að spila í varaliðum og akademíu deildum.“ „Þeir kvarta mikið yfir því að þeirra leikmenn séu ekki að spila á nógu háu gæðastigi. Á meðan okkar leikmenn eru að spila í efstu deild hérna, nánast allir með hlutverk og að spila vel. Deildin er að virka eins og maður vill sjá. Auðvitað er mikilvægt að vera með eldri leikmenn sem miðla til þeirra yngri og hjálpa þeim. Þannig að þetta sé samkeppni.“ „Ég myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar,“ bætti Einar Andri við endingu áður en Stefán Árni spurði hversu mikilvægt það væri fyrir leikmenn U-21 árs landsliðsins að fá fullt af mínútum, tækifæri til að gera fullt af mistökum og spila fullorðins handbolta. „Það er náttúrulega bara forsendan og má við þetta bæta að leikmenn eru ekki bara að spila og fá mínútur. Liðin hérna heima eru að vinna vel, þjálfararnir í deildinni eru virkilega flottir og færir. Allir menntaðir með sinn stíl og umgjörðin komin langt. Það hjálpar líka leikmönnum, að vera með góða þjálfara og með góðu umhverfi. Öll liðin eru að gera sitt besta hvað það varðar. Heildarpakkinn er góður,“ sagði Einar Andri að lokum um þetta málefni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira