„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2023 20:05 Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Hann gerði málaralistina að ævistarfi og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. „Ásgrímsleiðin” er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Fyrsti viðkomustaður ferðarinnar er í kirkjugarðinn í Gaulverjabæ í Flóa þar sem Ásgrímur hvílir en hann fæddist 1876 á bænum Suðurkoti í Rútsstaðahverfinu í Flóa og dó 1958. Því næst er stoppað á skógræktarsvæðinu Timburhólum skammt frá fæðingarstað Ásgríms og minnismerki um hann skoðað þar. Því næst er farið í Listasafn Árnesinga í Hveragerði þar sem að um 20 verk Ásgríms eru til sýnis. Ferðin endaði svo í Húsinu á Eyrarbakka þar sem sérstök sýning um Ásgrím var opnuð í gær. Við legstein Ásmundar í kirkjugarðinum við Gaulverjabæjarkirkju. Frá vinstri, Valdimar Guðjónsson, bóndi í Gaulverjabæ, Hannes Stefánsson, Lýður Pálsson og Kristín Scheving.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fararstjóri í ferðinni var Hannes Stefánsson, sem er mjög fróður um Ásgrím og hans störf. „Og ég man eftir því 1958 þegar hann var jarðaður, hann átti engin ættmenni hérna, þannig að ég veit ekki hverjir fóru við jarðarförina en sveitungarnir leyfðu sér að gera grín að þeim, sem mættu við jarðarförina, að elta þetta listasnobb,“ segir Hannes. Hannes Stefánsson, var fararstjóri í fyrstu ferðinni um Ásgrím en hann er mjög fróður um þennan merka listamann úr Flóanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll sín verk, ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða verk hans. „Við gripum þetta núna, við í Listasafni Árnesinga og á Byggðasafninu ákváðum að gera eitthvað á þessum afmælisári, við erum 60 ára og Byggðasafnið 70 ára. Okkur fannst bara tilvalið að minna fólk á þennan merka listamann,“ segir Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Heldur þú að þessi leið eigi eftir að slá í gegn? „Nú þegar er allavega verið að bóka mjög mikið í þessar ferðir, við vonum það, okkur finnst Ásgrímur eiga mikið inni,“ bætir Kristín við. Kristín Scheving, safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði við eitt verka Ásgríms í Listasafninu. Með „Ásgrímsleiðinni” vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sýningin um Ásgrím í Húsinu á Eyrarbakka heitir „Drengurinn, fjöllin og húsið“. „Hún fjallar um æsku og uppvöxt hans í Flóanum í Gaulverjabæjarhreppi og síðan um árin hans hér í Húsinu en hann var vikapiltur hér í tvö og hálft ár. Ásgrímur var mjög merkilegur maður, brautryðjandi, einn af okkar fyrstu listmálurum og sá fyrsti, sem gerir málarastarfið að ævistarfi,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Heimasíða Listasafns Árnesinga í Hveragerði Heimasíða Listasafns Íslands
Árborg Söfn Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira