Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 10:06 Viðbragðsaðilar á vettvangi sprengingarinnar á kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar í gær. Tugir særðust, þar af nokkrir alvarlega. AP Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55
Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53